Ýsa og aftur Ýsa!

,,Þú varst alinn upp á trosi í lífsins ólgusjó" kyrjaði Hörður Torfa hér um árið. Greinilegt er að þetta á ekki við um nema litla prósentu af yngri kynslóðum hins USA-vædda Íslands nútímans. Sjálfur er ég alinn upp í litlu sjávarþorpi og kann vel að meta fiskmeti af ýmsu tagi. Hins vegar minnist ég þess að þegar ég var á þeim aldri sem könnun þessi nær yfir, var fiskur langt því frá að vera uppáhaldsfæðan en þegar fram líða stundir fer maður að meta gæði þessa fæðuflokks meir og meir. Því er að mínu mati ástæðulaust að alhæfa út frá þessu að Íslendingar séu að hætta að borða fisk.

Í viðtalinu sem var með fréttinni er eingöngu talað um ýsuna þegar rætt var um matfisk, og í því liggur kannski hluti ástæðunnar fyrir minnkandi fiskneyslu ungs fólks, þ.e. að almennt er þjóðin ekki nógu vel að sér um þær tegundir matfisks sem í boði eru hér á landi. Tegundir eins og þorskur, ufsi, lúða og karfi, svo ekki sé rætt um kola, steinbít, skötusel og humar, skara langt fram úr ýsunni hvað gæði varðar, enda er hún hrææta blessunin. Hvernig væri að auka fræðslu ungs fólks á þessari flóru í stað þess að kenna fólki hvernig á að matreiða ýsu á annan hátt en í raspi. 


mbl.is Fiskneysla fólks á aldrinum 17-26 ára dregst saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Uuuu, er þessi bloggtilraun að renna út í sandinn eða.........?

Karl Jónsson, 22.3.2007 kl. 09:24

2 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Öööööh, veit ekki alveg hvað þú meinar Kalli minn, en maður er nú bara ennþá að prófa sig áfram.... .... so bare with me my friend. SF

Sólmundur Friðriksson, 22.3.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband