Er það málið?

Eins og ég er sammála því að þurfi að taka umferðarmálin föstum tökum þá get ég ekki annað en verið ósammála þessari fullyrðingu sem fyrirsögnin felur í sér. Þó ég vilji síður en svo vera að setja mig á hærri hest en Sigurður og hans ágætu samstarfsmenn, þá held ég að þeim sjáist yfir mjög veigamikið atriði í þessum efnum. Að sjálfsögðu hefur aukin löggæsla áhrif og áróður getur skilað einhverju, en það eina sem ég held að virki almennilega gegn umferðarbrotum, svo ekki sé talað um ölvunarkstur, séu hertari viðurlög.

Hvaða skilaboð erum við að gefa ökumönnum sem breyta ökutækjum sínum í brynvarðar drápsvélar, með ölvunar- og/eða hraðakstri, þegar sektirnar eru ökuleyfissvifting í nokkra mánuði og smásektir? Engin önnur en þau að þetta sé eiginlega bara allt í lagi og skipti ekki svo miklu máli þó viðkomandi geri þetta aftur og aftur.

Ég held að í okkar efnishyggjusamfélagi nútímans fari menn ekki að hugsa fyrr en brotin koma við pyngjuna, því miður. Ég held að menn hlusti frekar á hvernig klingir í pyngjunni en viðvaranir í auglýsingum. Myndu menn ekki hugsa sig tvisvar um áður en þeir settust drukknir undir stýri, ef viðurlög við ölvunarakstri væru ævilangt ökubann og sekt sem væri ígildi nokkurra mánaðarlauna venjulegs launamanns, jafnvel að viðbættri samfélagsþjónustu? Myndi maður ekki hafa augun betur á hraðamælinum ef maður ætti von á himinhárri sekt sem setti strik í næstu mánaðaruppgjör heimilisins? Ég spyr!


mbl.is Aukin löggæsla samhliða markvissum áróðri besta leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyllilega sammála. Ég er búsettur í Canada sem stendur og hér eru sektir svimmandi hágar svona 5 sinnum meira en heima. Hér keyrir enginn nema á löglegum hraða. Það tók mig töluverðan tíma að venjast þessu og þá attaði ég mig hvurslag hraði er "LEYFÐUR" heima á Íslandi. Göturnar hérna eru ekki betri nema síður sé. Ég er nú einnig sammála að beita áróðri og þessum nýju aðferðum hjá umferðastofu. Það deyja alltof margir í umferðinni heima og það verður að nota allar aðferðir þá aðalega margfalt hærri sektir.

Irvine (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 17:02

2 Smámynd: Morten Lange

Góður punktur hjá þér.  Hugmyndir hafa líka komið fram um að tekjutengja sektir, því það er misjafnt hversu sárt þykir að borga sem svarar mánaðarlaun venjulegs launamanns.  Þá er spurning hvort ekki þurfi að skoða síðfræðimat okkar. Orsökin fyrir því að umferðarlagabrot hafa ekki þótt vera eins alvarleg og önnur brot, er að oft hafa menn hugsað að það sé gáleysi sem liggur á baki, en í öðrum málum er það í einhverju mæli vinningur eða meint illindi. 

En núna ættu fólk að vita að þegar umferðarlög eru brotin þá eru líkur á  líkamsmeiðingum og fjartjóni.  Þar að auki er kemur tillitsleysi og ávinningur / eigingirni þarna inn í.  Í fréttum frá Umferðarstofu kom líka fram að líklegt þótti að dauðaslysa-aldan tengdist að einhverju leyti þenslu og spenning í þjóðfélaginu. Það er líka eins og menn séu í aukandi mæli að horfa þannig á hlutunum að þeir eiga rétt á að komast leiðir sínar á stóran eiturspúandi  bíl án tafa og að einhver sjálfsögð réttindi sé í því að geta lagt stóra bílana við hurðina sem maður ætlar inn um.  Ef svoleiðis er ekki í boði er lagt ólöglega. Fæst sekt og aðilinn sem gefur sektina sést, er hann hundskammaður. 

Á meðan er bættar við  grænar  bylgjur fyrir bílaumferðin í borginni. Þau hafa þau áhrif að göngubrautir sem voru áður með þægilegan ljósastýring fyrir fótgangandi eru að  bjóða þeim upp á  að biða  90 sekúndur eftir grænu ljósi.

Morten Lange, 23.3.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband