Hvað á ég að kjósa?

Þessi spurning er það helsta sem kemur í hugann þegar hann er leiddur að kosningum til hins háa Alþingis sem framundan eru. Mér finnst lítið fara fyrir eiginlegri kosningabaráttu - jú það er að sjálfsögðu umræða í fjölmiðlum, bæklingar eru farnir að kíkja glottandi inn um bréfalúguna en ósköp lítill titringur mælist á kosningaskjálftamælum. Það er eins og menn séu að reyna að vera ósammála um hina og þessa hluti, þrasandi um umhverfismál og stóriðju, líkt og sá málaflokkur hafi verið valinn sem það skásta til að hala inn einhver atkvæði á. Stjórnarandstöðuflokkarnir stefna að sjálfsögðu að því að fella stjórnina en Sjalla stóri bróður virðist vera nokk sama í vissu sinni um að vera treyst fyrir brúarsetu í þjóðarskútunni næstu fjögur árin.

Ég ætla nú ekki að hætta mér út á hálan ís pólitíkurinnar en er bara að velta þessu fyrir mér og reyna að átta mig á hvort mér tekst að ákveða í tæka tíð hverjum ég á að treysta fyrir atkvæði mínu. Mér finnst ástandið í dag einkennast af doða - þjóðin er eins og kýr sem hefur étið yfir sig af fóðurbæti og horfir sljóum augum yfir völlinn og veit ekki hvort hún á að standa, liggja, skíta eða halda áfram að éta. Blessaður bóndinn stendur álengdar og klórar sér í hausnum - reynir að finna út hvernig hann á að borga blessaðan fóðurbætinn, því hækkandi styrkirnir hverfa í afborganir af hátæknifjósinu og öllu hinu.

En hvað um það. Best að fylgjast með umræðunni næstu daga með opnum huga og kannski sér maður ljósið í tæka tíð. Nú, ef ekki þá er bara að loka augunum í kjörklefanum og .... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband