Konur eru ,,drengir góðir"

Þó kvennabaráttan haf skilað sínu þá hallar enn á konur á ýmsum sviðum þjóðfélagsins, lág laun í hinum svo kölluðu ,,kvennastéttum" og allt of lágt hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum. Henni Jóhönnu gengur sjálfsagt gott eitt til og hefur margt til síns máls en kynjakvóti - guð minn almáttugur - vona að hún sé nú bara að kasta þessu fram í hálfkæringi aðeins til að vekja athygli á þessu misræmi og skapa umræðu.

Sem hallur undir feminisma vil ég konum allt hið besta og veg þeirra sem bestan, en ef á að fara að troða þeim að í hinar og þessar stöður á grundvelli kynferðis, er fyrst og fremst verið að gefa þau skilaboð að þær séu ekki jafn hæfar og karlar til að gegna slíkum stöðum, en eigi SAMT að hafa jafnan rétt til þeirra. Mér finnst þessi umræða um kynjakvóta því ekki gera annað en lítilsvirða konur. Er næsta krafa að sérmerkja bílastæði fyrir konur um borg og bý með bleikum lit? Hefur einhver spáð í af hverju konur og fatlaðir deila oft sama salerni í opinberum byggingum?

Auðvitað þarf að fá fleiri konur til þátttöku í ýmsum sviðum þjóðfélagsins en ekki með þessum hætti. Leyfum konum að komast áfram á eigin verðleikum. Það sem þarf er hugarfarsbreyting í þjóðfélaginu og ekki síst hjá konunum sjálfum, efla trú þeirra á eigin getu og verðleika svo hugur þeirra stefni hærra en hann gerir í dag. Þetta kemur að sjálfsögðu beint inn á uppeldismálin og tekur því langan tíma, en á meðan ekkert er gert á þeim bænum í þessum málum en stöðugt einblínt á sértækar stjórnvaldsaðgerðir, held ég að lítið þokist ef þá nokkuð, í átt til jafnréttis.

Ég held að feministar þurfi að fara að endurskoða um hvað jafnréttisbarátta snýst í dag og fara að horfa inn á við. Hverjir bera ábyrgð á að kynin sitja oftar en ekki við sama borð þegar kemur að launamálum? Karlarnir? Ja, ekki samkvæmt könnunum undanfarið. Og konur! Hættiði svo í guðanna bænum að aðgreina ykkur frá körlum í starfsheitum. Alþingiskona?!?! Var ekki horfið frá þessu þegar orðunum ,,skúringakona" og ,,hjúkrunarkona" var útrýmt úr íslensku máli? Munum að konur eru líka menn. Lítum til fornsagnanna þar sem kona gat líka verið ,,drengur góður".


mbl.is Félagsmálaráðherra útilokar ekki kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér  ég er reyndar mjög hrifin af bleikum lit en það er nú bara í fatavali.  Ég er sennilega lélegasta kvenréttindamanneskja á landinu.. enda mikið alin upp í Löndum hjá ömmu og afa.. og amma gamla var sko langt frá því að eltast við jafnrétti. 

Svona hitamál virðast alltaf þurfa að enda í einhverju rugli... (ég fékk reyndar pakka frá sambýlismanninum á jafnréttisdaginn.. verkfæratösku og málningardót)  

Hafðu það gott Sólmundur.

Helga Antons (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 08:36

2 identicon

Sæll fornmágur !

Ég tek heilshugar undir þetta,hver hefur t.d heyrt talað um gamla bassamagnarann sem BASSWOMAN :)

Bestu kveðjur

Garðar Harðar (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 16:39

3 Smámynd: Arndís Hilmarsdóttir

Mikið er ég sammála þér, mér finnst óþolandi að bendla kvóta við fólk í formi jafnréttis. Mér finnst ekkert eins ömurlegt eins og að ráða fólk til starfa út á annað en gæði þess til vinnu. Ef fólk hefur sannað sig á einhverju sviði á ekki að ganga fram hjá því í stöðuveitingum út á einhverja kvóta, hvort sem um er að ræða kvóta vegna kynferðis, fötlunar eða annars. Það hlýtur líka að vera ömurlegt að taka við starfi þar sem ráðendur rökstyðja valið út frá kvótum. Ekki myndi ég vilja slíkt. En annars kveðjur til þín Sóli frá tölvugellunni sem er hætt í tölvunum

kveðja

Arndís

Arndís Hilmarsdóttir, 5.7.2007 kl. 21:22

4 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Takk fyrir þetta Arndís gamli kollegi. Alltaf gaman að fá góða gesti í innlit.

Sólmundur Friðriksson, 7.7.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband