Holdöpp a steikenöpp!

Skemmtilegt hvað nostalgian skýtur upp kollinum víða í bloggheimum. Fólk er að hittast á þessum vettvangi mun oftar en ella og jafnvel að skiptast á skilaboðum eftir margra ára samskiptaleysi. Systur mínar eru farnar að ,,klukka" fólk á blogginu (er ekki alveg búinn að fá botn í þann leik) og í kjölfarið að rifja upp leikina sem leiknir voru á Balanum á Stödda í gamla daga.

Einn gamall vinur og bekkjarbróðir úr barnaskóla, Svavar Hávarðsson, kom með skemmtilegt komment í gestabókina mína fyrir skömmu og fyrirsögnin „no kaggo no kaggo nei" kveikti á nostalgíukubbnum um stund og hljómaði allt í einu í bland við skothvelli og brennisteinslykt af pappaskotrúllum, frasinn: ,,Holdöpp a steikenöpp! Þessi frasi var mikið notaður í kúrekaleikjum okkar félaganna og sagður með tilþrifum og hreim gömlu hetjanna í kúrekamyndunum eins og Jóns væna og fleiri góðra kappa. En aldrei pældum við í hvað þetta þýddi.

Fyrir nokkrum árum sá ég í atriði úr einni af þessum sígildu myndum þar sem aðalsöguhetjan dró Coltinn úr slíðrinu og öskraði: „Stick' em up!“ og lét svo fylgja; „... an hold'em up!“ Og þvílík opinberun! Eftir að hafa fetað brautina í enskukennslu hins íslenska menntkerfis, varð mér allt í einu ljós, háskólamenntuðum manninum, merking og uppruni hins ógnandi frasa úr byssuleikjum barnæskunnar: „Holdöpp a steikenöpp!“

 Lengi lærir sem lifir Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Já það er gaman að rifja upp ýmislegt skemmtilegt frá Balanum og fleiri stöðum um þorpið. Mér þykir nú þessi frásögn af opinberuninni úr byssuleiknum forðum ótrúlega fyndin. Við stelpurnar vorum lítið í svona frösum en ég man að við Auður slógum um okkur með frasanum "Thank you wery much, I só von gled jú, ég hef aldrei fengið botn í þessa endingu og hún fylgir eins og við skrifðuðum hana í þá daga.  Það væri gaman að eiga handritin af textunum sem við skrifuðum upp eftir eyranu nota bene ekki byrjaðar að læra ensku svo það var skrifað eftir því hvernig það hljómaði. 

Solveig Friðriksdóttir, 22.7.2007 kl. 20:23

2 identicon

Hernámið 1940 hefur sennilega fært okkur unga menn tveimur fjörðum norðar nær enskunni því þar var frasinn "Stikkenöpp", þó svo að öfugt við föður títtnefnds Svavars ég muni furðulítið eftir hernámsárunum.

 Palli,

ps. - ég þoli ekki þegar ég legg vitlaust saman gildin í þessari ruslpóstvörn, en ég hef sossum heldur aldrei verið mikið fyrir tölur ....

palli (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 17:37

3 identicon

Dí - hvernig farið þið að því að muna allt svona vel. Ég fékk þvílíkt hláturskast þegar ég las um "No kaggó" frasann og bara skil ekki hvernig ég gat gleymt þessari klassík.  Eina sem er fast í hausnum á mér frá þessum tíma er "dojojojojoooong" sem var óspart notað við öll möguleg og ómöguleg tækifæri á einhverju skeiði Súluunga

Sumarkveðja, Hallan

Halla K (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 00:55

4 identicon

Sit hérna með lyktina af brendum kvellhettum í nefinu og hlæ.  Allar skambyssurnar sem ég og Svabbi káluðum með ofnotkun svifu fyrir mínu innra auga.  og setningar eins og "Þú ert dauður" og "Nei,þú hittir ekki" hljóma með heiðlóu og spóa í bakgrunninum (greið smáfuglarnir hundfúlir yfir hávaðanum og hræddir um að þurfa að sitja á omelettu restina af sumrinu.. hei... gerum árás á innbæinn.... 

Böggi (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband