Snilldar markaðssetning

S3g_judas
Þessi auglýsing er að mínu mati dæmi um eitthvert mesta snilldarskref í markaðssetningu í sögu íslenskra auglýsinga. Þarna er notað efni sem fyrirfram var vitað að myndi fara fyrir brjóstið á kirkjunnar mönnum sem að sjálfsögðu bitu á agnið og urðu um leið, með biskup í fararbroddi, einn öflugasti hópurinn í að auglýsa upp síma af þriðju kynslóðinni. Svo má ekki gleyma okkur bloggurum sem höfum heldur betur tekið beituna líka. Þetta er náttúlega tær snilld.

 

Jón Gnarr og hans menn eiga heiður skilið fyrir þessa fallegu framsetningu af síðustu kvöldmáltíðinni. Mér finnst þeir nálgast viðfangsefnið af virðingu og sé ekki neitt neikvætt við þetta.

En talandi um markaðssetningu má velta fyrir sér hvað sé besta markaðssetning sögunnar. Það er kannski hlálegt í þessari umræðu en sú skoðun hefur oft verið sett fram að kristin trú og sá búningur sem hún var færð í sé dæmi um einstaklega vel heppnaða og úthugsaða markaðssetningu -  þá stærstu og flottustu í mannkynssögunni.

Var kryddið sem áróðursmeistarar fornaldar notuðu þá ekki bara háð að heilagleikanum, eins og biskup vill meina að þessi auglýsing sé? Nei, auðvitað er aðeins á ferðinni mismunandi túlkun í takt við tíðaranda hvers tíma og ekki má horfa fram hjá því að sá ágæti maður, Jón Gnarr, telst vera mjög trúaður maður (þó sumir eigi erfitt með að trúa því og telji að honum sé ekki alvara með það).

En svona er trúin nú margslungið fyrirbæri :-) 

 S3g_kmalt


mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað þarf að vera svona viðkvæmt???  Jón er flottur, hver sagði í bókinni helgu að ekki mætti gera grín?? Mitt mat á auglýsingunni er: Snilld í markaðsetningu.

Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 01:57

2 identicon

Sammál þér Sólmundur og ég skil ekki þessa viðkvæmni hjá kirkjunnar mönnum.

Áslaug (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 13:34

3 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Mér þykir þetta hin besta auglýsing. 

Solveig Friðriksdóttir, 6.9.2007 kl. 17:33

4 identicon

Þarna er á ferðinni þriðju kynslóðar kristni.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 22:38

5 identicon

Beint í mark.....

Sjonni (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 12:21

6 identicon

Það má velta því fyrir sér hvort þetta málverk DaVinci sem lagt er út frá í auglýsingunni hafi ekki líka verið skrumskæling á síðustu kvöldmáltíðinni? Dúkað borð og alles? Eða eins og listaskáldið góða Stefán Hilmarsson orti “Hver er orginal?” Það er svo annað mál hvort menn eigi að vera að færa siðsemdarmörkin inná blaðsíður Biblíunnar og þá er spurningin sú hver á að draga línur um hvað má og hvað má ekki í því sambandi?  Má þá ekki bara allt?  Samanber þetta kvót sem ég fann á blogginu einhversstaðar:“Jesú er á krossinum , sárþjáður , blóð og líkamsvessar vella út. Maríurnar gráta við hlið hans og Rómverskir hermenn hlægja. Allt í einu tekur Einn rómverskur hermaðurinn sig til og gefur honum coke cola að drekka. Jesú fær sér sopa og segir " það er fullkomnað" þegar það gerist opnast himnarnir og það detta kókflöskur í hendur allra viðstaddra sem taka góðan sopa og skála... María mey er allt í einu kominn á eldrautt bikini sem á stendur á coca cola .. og byrjuð að dansa .. og allir viðstaddir segja i einum kór : coke. það er fullkomnað...”Mér hefur fundist það koma við kvikuna í ansi mörgum þegar er farið að snúa út úr eða hlægja að trúmálum.  Því þetta er jú okkar einkamál, hvort sem við köllum það barnatrú eða bókstafstrú.  Og þetta grín er sko alls ekkert grín – munum það!Annars er þessi auglýsing Jóns Gnarr alveg hreint frábær svona “per se”; setningar eins og “ég er bara hérna niðrí bæ” og “er búið að segja gjöriði svo vel” eru bara tær snilld.

Pgs (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband