Hvaš meš uppeldiš?

(Greinarkorn žetta birtist ķ Morgunblašinu 13. įgśst 2010 og var efni vištals viš mig ķ žęttinum "Vķtt og breitt" į Rįs 1 aš morgni 13. október).

Nś ķ haust verša tvö įr lišin frį hruni ķslenska hagkerfisins. Allt frį fyrsta degi hafa hįvęrar umręšur įtt sér staš um hvaš olli žvķ aš žessi fįmenna en vel efnaša žjóš, sem bżr ķ landi mikilla aušlinda, steyptist į örskammri stundu nišur ķ efnahagslegt svarthol og rankaši viš sér ķ hópi fįtękustu rķkja heims.

Um višbrögšin, góš og slęm, er óžarft aš fjölyrša um hér žar sem fįtt annaš hefur komist aš ķ žjóšfélagsumręšunni en skżrsla rannsóknarnefndar, žęr rannsóknir sem embętti sérstaks saksóknara er meš ķ gangi og alla žęr umręšur og skošanir sem ómaš hafa um žaš hver beri įbyrgšina. Žaš hriktir ķ Alžingi og rķkisstjórn, viš aš finna leišir til aš koma žjóšarskśtunni aftur į flot, į mešan stjórnmįlin eyša mestu pśšri ķ aš lappa upp į brotna ķmynd sķna meš žeim mešulum sem ķ boši eru žar į bę. Og įstęšur hrunsins hafa veriš dregnar fram og flestir sammįla um aš slakaš hafi veriš um of į klónni og eftirlitsašilar sofnaš į veršinum. Hins vegar hafa menn lķtiš gert aš žvķ aš horfa ķ eigin barm og flestir firra sig įbyrgš.

Öll žessi hringiša mišast viš einn śtgangspunkt, žaš sem tapašist og sem flesta landsmenn skortir til aš nį endum saman; hin višurkenndu  veršmęti nśtķmasamfélags - peninga.  En hvaš meš hin raunverulegu veršmęti: Fólkiš sjįlft – mannaušinn? Nś žegar hafa stór skörš veriš höggvin ķ velferšarkerfiš ķ tilraunum stjórnvalda til aš lįgmarka hinn stóra skaša og vitaš mįl aš žetta er ašeins byrjunin. Fólk er ķ unnvörpum  fariš aš taka sig upp og flżja land, og fyrirséš aš sį straumur į eftir aš aukast.  Žannig heldur tapiš įfram og gerir okkur enn erfišara aš reisa landiš viš aftur žar sem sterkasta vopniš okkar, menntakerfiš, veršur ę bitlausara viš žessar ašstęšur, bęši žegar litiš er til stöšu žess gagnvart nišurskuršarhnķfnum og žį köldu stašreynd aš stór hluti žeirra sem flytja erlendis er vel menntaš fólk.

Žessi staša vekur hjį mér spurningar sem ég spurši mig fljótlega eftir hrun: Hvar er umręšan um uppeldi og menntun barnanna okkar? Hvernig getum viš skżrt hruniš ķ ljósi menntastefnu žjóšarinnar og įherslum hennar ķ uppeldi barna sinna sķšustu įratugina? Žarf ekki menntakerfiš okkar endurskošunar viš alveg eins og fjįrmįlakerfiš? Hvernig nżtist menntakerfiš okkur best viš aš vinna okkur śt śr kreppunni? Žar sem ég er grunnskólakennari aš mennt og fyrrverandi starfsmašur ķ uppeldisgeiranum, er mér žetta mįl afar kęrt og hef ég veriš aš leggja eyrun eftir umręšu ķ fjölmišlum um žetta žarfa mįlefni. Žar hef ég uppskoriš minna en ég vonašist til og hef m.a.s. oršiš vitni af žvi aš innlegg ķ žessa veru hafi veriš kęft ķ fęšingu ķ umręšužętti ķ Rķkisśtvarpinu. Annaš sem ég hef rekist į var lesendabréf frį eldri konu ķ dagblaši og einhverjar fęrslur į bloggsķšum. En hvergi hef ég rekist į gagnrżna og ķtarlega umfjöllun um žetta efni, žrįtt fyrir aš sjįlfur Hįskóli Ķslands hafi veriš farinn aš snśast fast į sveifinni meš śtrįsarmaskķnunni.

Ég vil ekki trśa žvķ aš uppeldisfrömušir okkar, kennarar og ašrir sem aš žessum mįlum koma, hafi ekki rętt sķn į milli um žessi mįl, annaš vęri fįsinna og sjįlfhverfa aš versta tagi, enda hefur žetta įn efa boriš į góma yfir mörgum kaffibollanum ķ stund milli strķša. Žaš hefši žvķ mįtt ętla aš Žjóšfundur um  menntamįl, sem haldinn var ķ febrśar sķšastlišnum, fjallaši um žennan vinkil og įlyktaši žar um, en svo var žvķ mišur ekki. Getur veriš aš uppeldisgeirinn sé oršinn svo nišurbęldur og mślbundinn aš hann veigri sér viš aš horfast ķ augu viš žįtt uppeldisstefnu žjóšarinnar ķ hruninu? Ef svo er žarf skepnan heldur betur aš rķfa sig lausa og fara aš ķhuga sķna stöšu og hlutverk ķ žvķ uppbyggingarstarfi sem framundan er.

Ķ ljósi žessa tel ég brżna naušsyn aš skerpa žurfi į allri umręšu um uppeldismįl, aš žjóšin lķti ķ eigin barm į óvęginn og gagnrżninn hįtt og skoši į hvaša leiš viš séum ķ uppeldi barna okkar. Sś umręša į fyrst og fremst aš beinast aš heimilunum og žjóšfélaginu sjįlfu en vera leidd af fagfólki śr uppeldisgeiranum. Žjóšfundur um uppeldismįl vęri žarna góšur vettvangur og jafnvel aš sett yrši į laggirnar nefnd skipuš af Menntamįlarįšuneytinu ķ ętt viš hina tķšręddu Rannsóknarnefnd Alžingis. Žessi „Rannsóknarnefnd Uppeldismįla“ myndi į faglegan hįtt vinna nįkvęma śttekt į uppeldi į Ķslandi sķšustu įratugi, ekki til aš leita aš sökudólgum, heldur til aš skżra hruniš śt frį ķslensku uppeldi ķ sķbreytilegu samfélagi og koma meš tillögur aš leišum til śrbóta į žvķ sviši, meš višreisn og uppbyggingu Ķslands aš leišarljósi. Fįi žessar hugmyndir ekki hljómgrunn rįšamanna kalla ég eftir oršum og ašgeršum śr hópi žess męta fólks sem helgaš hefur uppeldismįlum sķna starfskrafta, og žeirra foreldra sem vilja lįta til sķn taka į žessum vettvangi.

Sólmundur Frišriksson


« Sķšasta fęrsla

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband