21.7.2007 | 14:12
Holdöpp a steikenöpp!
Skemmtilegt hvað nostalgian skýtur upp kollinum víða í bloggheimum. Fólk er að hittast á þessum vettvangi mun oftar en ella og jafnvel að skiptast á skilaboðum eftir margra ára samskiptaleysi. Systur mínar eru farnar að ,,klukka" fólk á blogginu (er ekki alveg búinn að fá botn í þann leik) og í kjölfarið að rifja upp leikina sem leiknir voru á Balanum á Stödda í gamla daga.
Einn gamall vinur og bekkjarbróðir úr barnaskóla, Svavar Hávarðsson, kom með skemmtilegt komment í gestabókina mína fyrir skömmu og fyrirsögnin no kaggo no kaggo nei" kveikti á nostalgíukubbnum um stund og hljómaði allt í einu í bland við skothvelli og brennisteinslykt af pappaskotrúllum, frasinn: ,,Holdöpp a steikenöpp! Þessi frasi var mikið notaður í kúrekaleikjum okkar félaganna og sagður með tilþrifum og hreim gömlu hetjanna í kúrekamyndunum eins og Jóns væna og fleiri góðra kappa. En aldrei pældum við í hvað þetta þýddi.
Fyrir nokkrum árum sá ég í atriði úr einni af þessum sígildu myndum þar sem aðalsöguhetjan dró Coltinn úr slíðrinu og öskraði: Stick' em up! og lét svo fylgja; ... an hold'em up! Og þvílík opinberun! Eftir að hafa fetað brautina í enskukennslu hins íslenska menntkerfis, varð mér allt í einu ljós, háskólamenntuðum manninum, merking og uppruni hins ógnandi frasa úr byssuleikjum barnæskunnar: Holdöpp a steikenöpp!
Lengi lærir sem lifir
Nostalgia | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.7.2007 | 20:33
Þvílíkt framfaraspor ef satt er!
![]() |
Þrír félagar telja sig hafa leyst gróðurhúsavandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.7.2007 | 09:39
Fóstureyðingar - morð eða miskunnarverk?
Í kjölfar umræðunnar um fóstureyðingar um daginn vil ég benda á þráð þar sem tekist er á um þetta efni. Þar koma fram öfgasjónarmið úr áttum trúleysingja og trúmanna, auk annarra kommenta. Ég held að það sé mjög hollt að stilla sér upp við vegg og skoða þetta fordómalaust. Hvet ykkur til að gefa ykkur tíma og kíkja á þetta:
http://ragnareyra.blog.is/blog/ragnareyra/entry/255217/
Ég vil ekki vera að setjast í dómarasæti gagnvart þeim sem hafa tekið þessa afdrifaríku ákvörðun en þegar maður hefur staðið í því að vera að reyna eftir tæknilegum leiðum að kveikja líf er ennþá erfiðara að finna réttlætingu á þessum verknaði. Hins vegar hef ég lengi verið andstæðingur fóstureyðinga í hjarta mínu og hefur það ekkert með trúmál að gera heldur eigið hyggjuvit.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.7.2007 kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.7.2007 | 08:45
Brautryðjandinn Guðjón Þórðarson
Þvilíkur maður hann Guðjón! Svona menn gleymast seint í sögunni og uppskera að sjálfsögðu eins og sáð er til. Hann er einn af þessum eldheitu brautryðjendum í bransanum og hefur nú bætt enn einni skrautfjöðurinni í hattinn sinn, og leitt knattspyrnuna inn á óvæntar brautir með nýrri óskráðri siðareglu: ,,Foul play". Þetta tekur náttúrulega af öll tvímæli um að þarna er einstæður maður á ferð. Og skilaboðin sem hann gefur í hinum nýja boðskap: Sigur hvað sem það kostar án tillits til eigin æru, sonar eða félags.
Svo dirfist fólk til að halda því fram að fótboltinn sé brútal.
![]() |
Bjarni þurfti lögreglufylgd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sprikl og spark | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)