Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Minning

cross

Hún Lóa er dáin eftir áralanga hetjulega baráttu við krabbamein. Guð blessi minningu þessarar hugdjörfu og hæfileikaríku stúlku, sem sýndi okkur svo ótrúlegt sálarþrek og bjartsýni fram til síðasta dags og sem við sem höfum heimsótt hana á blómarósarsíðuna hennar, fengum að eiga hlutdeild í. Það var mikil mildi að hún fékk að líta heimaslóðirnar sínar áður en hún kvaddi en hún var nýkominn til Reykjavíkur eftir helgarferð vestur í Dýrafjörðinn með fjölskyldu sinni.

Allar mínar bænir fel ég henni og Höllu, Sæma og Salvöru. Guð blessi ykkur öll og veiti ykkur styrk. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband