18.7.2007 | 09:39
Fóstureyðingar - morð eða miskunnarverk?
Í kjölfar umræðunnar um fóstureyðingar um daginn vil ég benda á þráð þar sem tekist er á um þetta efni. Þar koma fram öfgasjónarmið úr áttum trúleysingja og trúmanna, auk annarra kommenta. Ég held að það sé mjög hollt að stilla sér upp við vegg og skoða þetta fordómalaust. Hvet ykkur til að gefa ykkur tíma og kíkja á þetta:
http://ragnareyra.blog.is/blog/ragnareyra/entry/255217/
Ég vil ekki vera að setjast í dómarasæti gagnvart þeim sem hafa tekið þessa afdrifaríku ákvörðun en þegar maður hefur staðið í því að vera að reyna eftir tæknilegum leiðum að kveikja líf er ennþá erfiðara að finna réttlætingu á þessum verknaði. Hins vegar hef ég lengi verið andstæðingur fóstureyðinga í hjarta mínu og hefur það ekkert með trúmál að gera heldur eigið hyggjuvit.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.7.2007 kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)