4.9.2007 | 18:31
Snilldar markaðssetning
Þessi auglýsing er að mínu mati dæmi um eitthvert mesta snilldarskref í markaðssetningu í sögu íslenskra auglýsinga. Þarna er notað efni sem fyrirfram var vitað að myndi fara fyrir brjóstið á kirkjunnar mönnum sem að sjálfsögðu bitu á agnið og urðu um leið, með biskup í fararbroddi, einn öflugasti hópurinn í að auglýsa upp síma af þriðju kynslóðinni. Svo má ekki gleyma okkur bloggurum sem höfum heldur betur tekið beituna líka. Þetta er náttúlega tær snilld.
Jón Gnarr og hans menn eiga heiður skilið fyrir þessa fallegu framsetningu af síðustu kvöldmáltíðinni. Mér finnst þeir nálgast viðfangsefnið af virðingu og sé ekki neitt neikvætt við þetta.
En talandi um markaðssetningu má velta fyrir sér hvað sé besta markaðssetning sögunnar. Það er kannski hlálegt í þessari umræðu en sú skoðun hefur oft verið sett fram að kristin trú og sá búningur sem hún var færð í sé dæmi um einstaklega vel heppnaða og úthugsaða markaðssetningu - þá stærstu og flottustu í mannkynssögunni.
Var kryddið sem áróðursmeistarar fornaldar notuðu þá ekki bara háð að heilagleikanum, eins og biskup vill meina að þessi auglýsing sé? Nei, auðvitað er aðeins á ferðinni mismunandi túlkun í takt við tíðaranda hvers tíma og ekki má horfa fram hjá því að sá ágæti maður, Jón Gnarr, telst vera mjög trúaður maður (þó sumir eigi erfitt með að trúa því og telji að honum sé ekki alvara með það).
En svona er trúin nú margslungið fyrirbæri :-)
![]() |
Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)