Himnarnir að hrynja???

Þetta er ótrúlega magnað og furðulegt hvað hefur verið hljótt um þetta í fjölmiðlum (eða kannski fylgist maður bara ekki nógu vel með).

Þess rifjar upp fyrir manni hvað við erum lítil og viðkvæm, Jörðin okkar og við sem á henni lifum (a.m.k. í þessum fáu víddum sem við skynjum og þekkjum). Umræðan minnir mann á ýmislegt úr sögunni sem við brosum að í dag, eins og t.d. trú manna á heimsenda ýmiss konar. Íbúar Gaulverjabæjar voru einmitt alltaf með það á bak við eyrað að himnarnir gætu dottið í hausinn á þeim.

En það er kannski það sem er svo spennandi við þessa jarðvist og þekkingarleit mannsins, að við vitum svo lítið - þurfum bara að vera meðvituð um það til að vera opin fyrir að læra meira og meira.

En þessi tilraun er alveg hrylliega spennandi - í orðsins fyllstu merkingu. Spurning hvort við förum að flakka um aðrar víddir alheimsins í kjölfarið - hver veit.


mbl.is Ekki hætta á ragnarökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband