12.10.2009 | 17:53
Að koma út úr skápnum...
"I am what I am" segir í einum helsta einkennissöng samkynhneigðra. Frásögnum flestra þeirra sem hafa brotið af sér hlekkina og opinberað samkynhneigð sína ber saman um að sú gata er þyrnum stráð, og ekki sjálfgefið að bjóða ríkjandi gildum samfélagsins byrginn. Vissulega hefur skilningur aukist á málefnum þessa hóps og er það vel. En þó svo að hann Tísku-Kalli sé samkynhneigður eins og margir í heimi tískunnar, megum við ekki falla í þá gryfju að kenna hommum um þessa fóbíu í samfélagi okkar manna. Væri ekki nær að horfa í eigin barm og velta upp fleiri steinum til að skilja hvað er í gangi?
Enginn er eins og því fásinna að halda fram þeirri skoðun að t.d. karlmenn laðist eingöngu að einni týpu kvenna, þ.e. grönnum konum. Það er jafn fáránlegt og að segja að enginn Akureyringur borði appelsínur. Við þurfum að horfast í augu við okkur sjálf í speglinum og vera óhrædd við að vera það sem við erum. Enginn á að líða fyrir tilfinningar sínar né hvernig hann lítur út. Börnin okkar þurfa að vita að margbreytileikinn er það sem tilveran snýst um og að sú manneskja er ekki til sem ekki er aðlaðandi í einhvers augum. Þetta er gangur náttúrunnar. Hins vegar er margt skrýtið í mannhausnum og hann hefur tilhneigingu til að vera með alls kyns flokkanir og jafnvel byggt útrýmingarherferðir á hendur ákveðnum hópum fólks á slíkum ranghugmyndum.
Það væri kannski ráð fyrir hinn íslenska karlmann að taka sér hommana til fyrirmyndar og koma út úr skáp beinahneigðinnar - og vera óhræddur að láta í ljós hvort hann vill Lady Marmalade í Moulin Rouge...
.... eða Moulin Huge
Enginn vill sjá þrýstnar konur | |
Athugasemdir
Hahaha, segðu!! Margbreytileikinn gefur lífinu lit!!
Bjarndís Helena Mitchell, 12.10.2009 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.