Færsluflokkur: Dægurmál

Þvílíkt framfaraspor ef satt er!

Brilljant uppfinning. Ekki veitir af að minnka mengun frá útblæstri. Þó svo að fleiri þættir hafi áhrif á magn koltvísýrings í andrúmslofti jarðar þá gæti þetta haft heilmikið að segja. Svo ég tali nú ekki um að minnka mengun í stórborgum heimsins. Vona bara að stórfyrirtæki ,,sem sýna uppfinningunni áhuga" nái ekki að kaupa hana til þess eins að stinga henni undir stólinn, eins og svo oft hefur gerst með gagnlegar uppfinningar.
mbl.is Þrír félagar telja sig hafa leyst gróðurhúsavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fóstureyðingar - morð eða miskunnarverk?

Í kjölfar umræðunnar um fóstureyðingar um daginn vil ég benda á þráð þar sem tekist er á um þetta efni. Þar koma fram öfgasjónarmið úr áttum trúleysingja og trúmanna, auk annarra kommenta. Ég held að það sé mjög hollt að stilla sér upp við vegg og skoða þetta fordómalaust. Hvet ykkur til að gefa ykkur tíma og kíkja á þetta:

http://ragnareyra.blog.is/blog/ragnareyra/entry/255217/

Ég vil ekki vera að setjast í dómarasæti gagnvart þeim sem hafa tekið þessa afdrifaríku ákvörðun en þegar maður hefur staðið í því að vera að reyna eftir tæknilegum leiðum að kveikja líf er ennþá erfiðara að finna réttlætingu á þessum verknaði. Hins vegar hef ég lengi verið andstæðingur fóstureyðinga í hjarta mínu og hefur það ekkert með trúmál að gera heldur eigið hyggjuvit.


Brautryðjandinn Guðjón Þórðarson

Þvilíkur maður hann Guðjón! Svona menn gleymast seint í sögunni og uppskera að sjálfsögðu eins og sáð er til. Hann er einn af þessum eldheitu brautryðjendum í bransanum og hefur nú bætt enn einni skrautfjöðurinni í hattinn sinn, og leitt knattspyrnuna inn á óvæntar brautir með nýrri óskráðri siðareglu: ,,Foul play". Þetta tekur náttúrulega af öll tvímæli um að þarna er einstæður maður á ferð. Og skilaboðin sem hann gefur í hinum nýja boðskap: Sigur hvað sem það kostar án tillits til eigin æru, sonar eða félags.

Svo dirfist fólk til að halda því fram að fótboltinn sé brútal.


mbl.is Bjarni þurfti lögreglufylgd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur eru ,,drengir góðir"

Þó kvennabaráttan haf skilað sínu þá hallar enn á konur á ýmsum sviðum þjóðfélagsins, lág laun í hinum svo kölluðu ,,kvennastéttum" og allt of lágt hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum. Henni Jóhönnu gengur sjálfsagt gott eitt til og hefur margt til síns máls en kynjakvóti - guð minn almáttugur - vona að hún sé nú bara að kasta þessu fram í hálfkæringi aðeins til að vekja athygli á þessu misræmi og skapa umræðu.

Sem hallur undir feminisma vil ég konum allt hið besta og veg þeirra sem bestan, en ef á að fara að troða þeim að í hinar og þessar stöður á grundvelli kynferðis, er fyrst og fremst verið að gefa þau skilaboð að þær séu ekki jafn hæfar og karlar til að gegna slíkum stöðum, en eigi SAMT að hafa jafnan rétt til þeirra. Mér finnst þessi umræða um kynjakvóta því ekki gera annað en lítilsvirða konur. Er næsta krafa að sérmerkja bílastæði fyrir konur um borg og bý með bleikum lit? Hefur einhver spáð í af hverju konur og fatlaðir deila oft sama salerni í opinberum byggingum?

Auðvitað þarf að fá fleiri konur til þátttöku í ýmsum sviðum þjóðfélagsins en ekki með þessum hætti. Leyfum konum að komast áfram á eigin verðleikum. Það sem þarf er hugarfarsbreyting í þjóðfélaginu og ekki síst hjá konunum sjálfum, efla trú þeirra á eigin getu og verðleika svo hugur þeirra stefni hærra en hann gerir í dag. Þetta kemur að sjálfsögðu beint inn á uppeldismálin og tekur því langan tíma, en á meðan ekkert er gert á þeim bænum í þessum málum en stöðugt einblínt á sértækar stjórnvaldsaðgerðir, held ég að lítið þokist ef þá nokkuð, í átt til jafnréttis.

Ég held að feministar þurfi að fara að endurskoða um hvað jafnréttisbarátta snýst í dag og fara að horfa inn á við. Hverjir bera ábyrgð á að kynin sitja oftar en ekki við sama borð þegar kemur að launamálum? Karlarnir? Ja, ekki samkvæmt könnunum undanfarið. Og konur! Hættiði svo í guðanna bænum að aðgreina ykkur frá körlum í starfsheitum. Alþingiskona?!?! Var ekki horfið frá þessu þegar orðunum ,,skúringakona" og ,,hjúkrunarkona" var útrýmt úr íslensku máli? Munum að konur eru líka menn. Lítum til fornsagnanna þar sem kona gat líka verið ,,drengur góður".


mbl.is Félagsmálaráðherra útilokar ekki kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið um að hugsa - lítið að skrifa!

Jæja, loksins sest Sólinn niður við skriftir, þó ekki eigi að vera langur pistill í þetta sinnið. Lítið verið í stuði til að skrifa upp á síðkastið. Dreif mig á hjólið í morgun kl. 6 og hjólaði ,,Sólahringinn", sem er 14 km hringur kringum hluta Reykjanesbæjar. Var mættur snemma í vinnuna og góður tími í að spá í eigið blogg og annarra.

Eftir að hafa fylgt henni Lóu minni síðasta spölinn í vikunni sem leið hefur hugurinn mikið snúist í kringum lífið og tilgang þess. Ekki það að ég finni til tilgangsleysis heldur um viðhorf manns til lífsins og þeirra hluta sem taldir eru sjálfsagðir í nútíma samfélagi, þ.e. góð ævi, góð líkamleg heilsa, góð geðheilsa, góð fjölskylda, góð og heilbrigð börn, góðir vinir, góð afkoma, góð vinna, góð eftirlaun, góður sumarbústaður, góður húsbíll, gott hjólhýsi, gott fellihýsi, góð tjaldkerra, góður bíll, gott hús, góð lýsing, góð upphitun, góð baðaðstaða, gott eldhús, gott sjónvarp, góð tölva, góð nettenging, góður sími, góður farsími, góður matur, gott vín, góð tónlist, góðir vegir, góð birta, góður hiti, góðir nágrannar, gott útigrill, góður heitur pottur, góður gashitari, gott félagslíf... og svo mætti eflaust lengi telja.

Málið er bara að vinsa úr öllu því góða sem nútíma samfélag hefur upp á að bjóða og velja úr það skiptir mestu máli. Að líta á allt þetta sem sjálfsagðan hlut ber vott um hroka og græðgi - eitthvað það lúmskasta sem læðist að okkur á síðustu og bestu tímum. Verum þakklát með það sem við höfum. Njótum þess að hafa það gott í samfélagi allsnægta en munum í leiðinni að setja það í forgang sem skiptir máli..... og ég þarf ekki að predika hvað það er .... eða er það?


Bíddu.... hvaða ár er í Noregi?

Ja hérna. Ekki hefði ég trúað að hinn siðmenntaði stóri bróðir okkar í austri væri svona aftarlega á merinni í siðferðisþroska. Nú held ég að noskir feður og mæður þurfi að taka sig á í uppeldinu - nema að þeir hugsi eins og frændur þeirra á Íslandi og kenni skólakerfinu um.
mbl.is Konunum sjálfum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband