Færsluflokkur: Dægurmál

Hvað með uppeldið?

(Greinarkorn þetta birtist í Morgunblaðinu 13. ágúst 2010 og var efni viðtals við mig í þættinum "Vítt og breitt" á Rás 1 að morgni 13. október).

Nú í haust verða tvö ár liðin frá hruni íslenska hagkerfisins. Allt frá fyrsta degi hafa háværar umræður átt sér stað um hvað olli því að þessi fámenna en vel efnaða þjóð, sem býr í landi mikilla auðlinda, steyptist á örskammri stundu niður í efnahagslegt svarthol og rankaði við sér í hópi fátækustu ríkja heims.

Um viðbrögðin, góð og slæm, er óþarft að fjölyrða um hér þar sem fátt annað hefur komist að í þjóðfélagsumræðunni en skýrsla rannsóknarnefndar, þær rannsóknir sem embætti sérstaks saksóknara er með í gangi og alla þær umræður og skoðanir sem ómað hafa um það hver beri ábyrgðina. Það hriktir í Alþingi og ríkisstjórn, við að finna leiðir til að koma þjóðarskútunni aftur á flot, á meðan stjórnmálin eyða mestu púðri í að lappa upp á brotna ímynd sína með þeim meðulum sem í boði eru þar á bæ. Og ástæður hrunsins hafa verið dregnar fram og flestir sammála um að slakað hafi verið um of á klónni og eftirlitsaðilar sofnað á verðinum. Hins vegar hafa menn lítið gert að því að horfa í eigin barm og flestir firra sig ábyrgð.

Öll þessi hringiða miðast við einn útgangspunkt, það sem tapaðist og sem flesta landsmenn skortir til að ná endum saman; hin viðurkenndu  verðmæti nútímasamfélags - peninga.  En hvað með hin raunverulegu verðmæti: Fólkið sjálft – mannauðinn? Nú þegar hafa stór skörð verið höggvin í velferðarkerfið í tilraunum stjórnvalda til að lágmarka hinn stóra skaða og vitað mál að þetta er aðeins byrjunin. Fólk er í unnvörpum  farið að taka sig upp og flýja land, og fyrirséð að sá straumur á eftir að aukast.  Þannig heldur tapið áfram og gerir okkur enn erfiðara að reisa landið við aftur þar sem sterkasta vopnið okkar, menntakerfið, verður æ bitlausara við þessar aðstæður, bæði þegar litið er til stöðu þess gagnvart niðurskurðarhnífnum og þá köldu staðreynd að stór hluti þeirra sem flytja erlendis er vel menntað fólk.

Þessi staða vekur hjá mér spurningar sem ég spurði mig fljótlega eftir hrun: Hvar er umræðan um uppeldi og menntun barnanna okkar? Hvernig getum við skýrt hrunið í ljósi menntastefnu þjóðarinnar og áherslum hennar í uppeldi barna sinna síðustu áratugina? Þarf ekki menntakerfið okkar endurskoðunar við alveg eins og fjármálakerfið? Hvernig nýtist menntakerfið okkur best við að vinna okkur út úr kreppunni? Þar sem ég er grunnskólakennari að mennt og fyrrverandi starfsmaður í uppeldisgeiranum, er mér þetta mál afar kært og hef ég verið að leggja eyrun eftir umræðu í fjölmiðlum um þetta þarfa málefni. Þar hef ég uppskorið minna en ég vonaðist til og hef m.a.s. orðið vitni af þvi að innlegg í þessa veru hafi verið kæft í fæðingu í umræðuþætti í Ríkisútvarpinu. Annað sem ég hef rekist á var lesendabréf frá eldri konu í dagblaði og einhverjar færslur á bloggsíðum. En hvergi hef ég rekist á gagnrýna og ítarlega umfjöllun um þetta efni, þrátt fyrir að sjálfur Háskóli Íslands hafi verið farinn að snúast fast á sveifinni með útrásarmaskínunni.

Ég vil ekki trúa því að uppeldisfrömuðir okkar, kennarar og aðrir sem að þessum málum koma, hafi ekki rætt sín á milli um þessi mál, annað væri fásinna og sjálfhverfa að versta tagi, enda hefur þetta án efa borið á góma yfir mörgum kaffibollanum í stund milli stríða. Það hefði því mátt ætla að Þjóðfundur um  menntamál, sem haldinn var í febrúar síðastliðnum, fjallaði um þennan vinkil og ályktaði þar um, en svo var því miður ekki. Getur verið að uppeldisgeirinn sé orðinn svo niðurbældur og múlbundinn að hann veigri sér við að horfast í augu við þátt uppeldisstefnu þjóðarinnar í hruninu? Ef svo er þarf skepnan heldur betur að rífa sig lausa og fara að íhuga sína stöðu og hlutverk í því uppbyggingarstarfi sem framundan er.

Í ljósi þessa tel ég brýna nauðsyn að skerpa þurfi á allri umræðu um uppeldismál, að þjóðin líti í eigin barm á óvæginn og gagnrýninn hátt og skoði á hvaða leið við séum í uppeldi barna okkar. Sú umræða á fyrst og fremst að beinast að heimilunum og þjóðfélaginu sjálfu en vera leidd af fagfólki úr uppeldisgeiranum. Þjóðfundur um uppeldismál væri þarna góður vettvangur og jafnvel að sett yrði á laggirnar nefnd skipuð af Menntamálaráðuneytinu í ætt við hina tíðræddu Rannsóknarnefnd Alþingis. Þessi „Rannsóknarnefnd Uppeldismála“ myndi á faglegan hátt vinna nákvæma úttekt á uppeldi á Íslandi síðustu áratugi, ekki til að leita að sökudólgum, heldur til að skýra hrunið út frá íslensku uppeldi í síbreytilegu samfélagi og koma með tillögur að leiðum til úrbóta á því sviði, með viðreisn og uppbyggingu Íslands að leiðarljósi. Fái þessar hugmyndir ekki hljómgrunn ráðamanna kalla ég eftir orðum og aðgerðum úr hópi þess mæta fólks sem helgað hefur uppeldismálum sína starfskrafta, og þeirra foreldra sem vilja láta til sín taka á þessum vettvangi.

Sólmundur Friðriksson


Að koma út úr skápnum...

"I am what I am" segir í einum helsta einkennissöng samkynhneigðra. Frásögnum flestra þeirra sem hafa brotið af sér hlekkina og opinberað samkynhneigð sína ber saman um að sú gata er þyrnum stráð, og ekki sjálfgefið að bjóða ríkjandi gildum samfélagsins byrginn. Vissulega hefur skilningur aukist á málefnum þessa hóps og er það vel. En þó svo að hann Tísku-Kalli sé samkynhneigður eins og margir í heimi tískunnar, megum við ekki falla í þá gryfju að kenna hommum um þessa fóbíu í samfélagi okkar manna. Væri ekki nær að horfa í eigin barm og velta upp fleiri steinum til að skilja hvað er í gangi?

Enginn er eins og því fásinna að halda fram þeirri skoðun að t.d. karlmenn laðist eingöngu að einni týpu kvenna, þ.e. grönnum konum. Það er jafn fáránlegt og að segja að enginn Akureyringur borði appelsínur. Við þurfum að horfast í augu við okkur sjálf í speglinum og vera óhrædd við að vera það sem við erum. Enginn á að líða fyrir tilfinningar sínar né hvernig hann lítur út. Börnin okkar þurfa að vita að margbreytileikinn er það sem tilveran snýst um og að sú manneskja er ekki til sem ekki er aðlaðandi í einhvers augum. Þetta er gangur náttúrunnar. Hins vegar er margt skrýtið í mannhausnum og hann hefur tilhneigingu til að vera með alls kyns flokkanir og jafnvel byggt útrýmingarherferðir á hendur ákveðnum hópum fólks á slíkum ranghugmyndum.

Það væri kannski ráð fyrir hinn íslenska karlmann að taka sér hommana til fyrirmyndar og koma út úr skáp beinahneigðinnar - og vera óhræddur að láta í ljós hvort hann vill Lady Marmalade í Moulin Rouge... 

 

 .... eða  Moulin Huge

 

 

mbl.isEnginn vill sjá þrýstnar konur

 


Komin á hliðina eða enn að hallast....??

Fyrir um hálfu ári dreymdi mig draum sem vakti mér mikinn ugg um þjóðfélagsmálin og hefur verið ofarlega í huga mér í ástandinu síðustu misseri. Ég setti hann á bloggið á sínum tíma en hér er kjarninn úr honum:

Þar sem ég sit þarna með útsýni yfir borgina, verð ég var við að eitthvað gengur á á hæðinni ekki svo langt frá mér, sem er þá Skólavörðuholtið (en náttúrulega hálfgerð spegilmynd, eða óraunverulegt, eins og oft í draumum). Sé ég allt í einu mér til hrellingar að turninn á Hallgrímskrikju er farinn að hallast og hann eykst stöðugt, uns kirkjan fellur með látum á hliðina. Ég bíð eftir höggbylgjunni eftir fall þessa mikla risa en ekkert slíkt kemur. Heyri eins og í lýsingu á fréttastöð að einhver mistök hafi orðið hjá vinniflokki í kringum kirkjuna, sem hafi valdið þessum harmleik. Ég hugsa í lostinu: ,,Þetta er að gerast í alvöru og verður ekki aftur tekið". Þá drynur allt í einu við sprenging í miðju kirkjuhúsinu, fyrst ein stór og svo ein eða tvær litlar í kjölfarið, svo svartir sandstrókar gjósa upp úr hlið hinnar föllnu byggingar og hún laskast mikið (var í heilu lagi eftir fallið),en turninn liggur ennþá nokkuð heillegur.

Hér kemur svo hugleiðing frá ónefndum ritstjóra bloggsíðu um drauma (http://draumar.blog.is/blog/draumar/) sem ég setti drauminn inná:

.... En örlítið að draumnum þínum, sem ég las á blogginu þínu og finnst afar áhugaverður. Ástæða þess er sú að þessi draumur er mjög sterkur og með táknum sem afar ólíklegt er að þú hefðir verið að hugsa um í vöku eða yfirleitt að velta þér uppúr, "hrun Hallgrímskirkju". Kirkjuturn þykir almennt gott draumtákn og er þá gjarnan bendlaður við hamingju og endurgoldna ást. Hruninn turn er á hinn bóginn ekki jafn jákvætt og gæti verið fyrirboði um brostnar vonir af einhverju tagi. Í þessum draumi þínum er þó eitthvað sem segir mér að fall Hallgrímskirkju, sem er ákveðið borgartákn og tákn festu, geti falist fyrirboði stórra óvæntra hluta sem gerast í samfélaginu frekar en í þínu persónulega lífi. Fráfall einhvers mikils metins eða þá að einhverjar stoðir í samfélaginu bregðast, hlutir sem fólk treystir að ekkert geti haggað, en komi svo eins og köld gusa að allt annað sé uppá teningnum.

Magnað!

Svo er bara spurning hvort kirkjan er komin á hliðina eða hvað...?


Himnarnir að hrynja???

Þetta er ótrúlega magnað og furðulegt hvað hefur verið hljótt um þetta í fjölmiðlum (eða kannski fylgist maður bara ekki nógu vel með).

Þess rifjar upp fyrir manni hvað við erum lítil og viðkvæm, Jörðin okkar og við sem á henni lifum (a.m.k. í þessum fáu víddum sem við skynjum og þekkjum). Umræðan minnir mann á ýmislegt úr sögunni sem við brosum að í dag, eins og t.d. trú manna á heimsenda ýmiss konar. Íbúar Gaulverjabæjar voru einmitt alltaf með það á bak við eyrað að himnarnir gætu dottið í hausinn á þeim.

En það er kannski það sem er svo spennandi við þessa jarðvist og þekkingarleit mannsins, að við vitum svo lítið - þurfum bara að vera meðvituð um það til að vera opin fyrir að læra meira og meira.

En þessi tilraun er alveg hrylliega spennandi - í orðsins fyllstu merkingu. Spurning hvort við förum að flakka um aðrar víddir alheimsins í kjölfarið - hver veit.


mbl.is Ekki hætta á ragnarökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Írak?

Skyldu þeir hafa gert sömu mælingar í Írak með áfallahjálp handa þeim í huga?
mbl.is 11. september veldur enn streitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt ár allesammen!

Jæja, þá er komið nýtt ár einu sinni enn. Það byrjar hálf þreytulega hjá mér þar sem ég hef ekki náð að losa mig við desemberpestina, sem ég setti á pásu þegar jólasveinavertíðin byrjaði, og hef verið að njóta eftirkastanna af öllu bramoltinu fyrir jólin síðustu daga. En þetta er nú svo sem varla kvörtunarvert þar sem ég held nógu miklum kröftum til daglegra athafna en leggst svo endilangur að kvöldi yfir góðri bók (eitt af áramótaheitunum - að vera duglegri að lesa).

En hvað áramótaheitin varðar þá er ég aldrei með neitt sérstakt en hef þó hugsað að taka mig í gegn á ákveðnum sviðum sem ég tel vera mér og mínum til heilla - skerpa fókusinn á lífinu.

Það fóru frekar fá jólakort frá okkur hjónunum fyrir þessi jól, og er aðallega um að kenna önnum á aðventunni. Ég er að hugsa um að setjast niður við jólakortaskriftir fljótlega eftir sumarfrí.

Þó að árið sem var að líða sé tímamótaár hjá mér hvað aldurinn varðar þá var ég að fatta að ég á annað afmæli á þessu ári, en í sumar verða 25 ár frá því ég spilaði á mínum fyrsta dansleik, en það var með hljómsveitinni Bismarck í Samkomuhúsi Stöðfirðinga. Ekki fór mikið fyrir fólkinu á þessum mikla viðburði, man eftir Sveinbirni, bræðrunum Friðmari og Sigga á Gili.... og svo voru nokkrir aðrir. Bjössi í Dagsbrún var dyravörður og hafði ekkert að gera. Ég held samt að við höfum nú spilað allt ballið, enda til lítils að vera búnir að æfa upp programm og nota það ekkert. Þetta varð svo svanasöngur hljómsveitarinnar, sem hafði spilað grimmt árið áður (ekki með Somma litla í Sunnuhvoli innanborðs) og m.a.s gefið út plötu. Nokkur lög sem voru á programminu: Anyway you want með Chicago, Reykjavíkurblús og Þorparinn með Magga Eiríks, Hot Blooded með Foreigner, Black magic woman með Santana, Woman of our day með Svanfríði .... ofloflofl.....

En þarna er ég bara hálfdrættingur á við félaga Geirmund Valtýsson sem fagnar á árinu 50 ára bransaafmæli.... go Geiri!

Hef þetta ekki lengra og óska ykkur alls hins besta á komandi tíð.


Hver á að veita fræðsluna?

Ég er sammála því sem þarna kemur fram að það þurfi að fræða ungdóminn betur um fjármál og að það megi alveg auka þann þátt í skólakerfinu og þá á öllum skólastigum.

Hins vegar finnst mér alveg dæmalaust hvað heimilin eru alltof oft fríuð af allri ábyrgð þegar svona umræða fer fram, eins og þessi umfjöllun ber með sér. Hvar eru fyrirmyndirnar þegar kemur að fjármálum? Eru það ekki foreldrarnir? Er vankunnátta ungu kynslóðarinnar í landinu þá kannski að endurspegla vaxandi vangetu foreldra í fjármálum heimilisins. Ég vona ekki en held að vangeta foreldranna liggi einna helst í því að uppfræða börn sín um þessi mál (og sennilega bara hugsunarleysi sem þarf að vekja fólk upp af).

Legg því til að fókusinn verði ekki síður settur á þátt foreldra í fjármálafræðslu barnanna en skólanna, ef farið verður í átak á þessum vettvangi.


mbl.is Bera við algerri vanþekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spáð í stöðuna í leikhléi

arsenalgarpur2Um helgina gekk ég í gegnum þau hamskipti að verða fertugur, hljóp til leikhlés eftir viðburðaríkan fyrri hálfleik og þá er að skoða málin í hálfleik - en fyrst nokkrar auglýsingar .... nei annars, sleppum þeim núna.

Mér finnst svo sem ekki  neitt tiltökumál að vera orðinn fertugur, finnst ég bara hafa færst upp um deild (svo maður haldi nú fótboltalíkingunni áfram). Annras er fyndið að hugsa til þess að slík tímamót verði að stórri krísu í lífi fólks, og í raun mótsagnarkennt ef rétt reynist. Það er í raun svolítið ótrúlegt, að aldur skuli oft vera gerður að svona mikilli grýlu - að fólk skelfist það að eldast. En hvað þýðir það að eldast? Jú, að maður heldur lífi, dregur andann, vaknar að morgni og sofnar að kvöldi og um leið markar tilveru sinni þá stefnu sem maður telur heillavænlegasta fyrir sig, sína nánustu og sitt umhverfi.

Bíddu, en hvað er þá málið? Er ég að misskilja eitthvað, eða er lífið ekki það sem þessi tilvera manns snýst um? Af öllum frumhvötum okkar hlýtur lífsþráin að vera sú æðsta. Hvernig getur þá verið skelfilegt að eldast? Hvað er þá annað í boði en lífið? Jú, auðvitað dauðinn! En ekki viljum við mæta þeim gamla gaur fyrr en við komumst ekki hjá því - og það er jú þegar við erum orðin gömul, ekki satt?

Nei, auðvitað viljum við lifa, en hræðslan við að eldast er náttúrulega eftirsjáin eftir æskunni og atgerfi því sem hún býður uppá, með endalausum krafti, góðri heilsu, lífsgleði og áhyggjuleysi. En á æskuárunum er maður líka að þroskast og nokkuð laus við ábyrgð, og þá er ég kominn að kjarna málsins að mínu viti - þroska og ábyrgð. Farteskið í seinni hálfleik.

Fullorðinn maður ber ábyrgð á sjálfum sér, eigin heilsu og þroska. Ef við hlúum að þessu tvennu og lítum á lífið sem leið til að bæta sig á þessum sviðum ættum við ekki að þurfa að kvíða því að eldast. Merki aldurs sjást nefnilega yfirleitt best í hugarfari fólks.

Því ætla ég ekki að fara að taka upp á því (á fimmtugsaldri) að horfa með eftirsjá til æskuáranna og kvíða því sem framundan er. Fertugsheitið er því: Að hugsa um heilsuna og andlegan þroska, og að sjálfsögðu að spila til sigurs.

Seinni hálfleikur - hér kem ég!


Snilldar markaðssetning

S3g_judas
Þessi auglýsing er að mínu mati dæmi um eitthvert mesta snilldarskref í markaðssetningu í sögu íslenskra auglýsinga. Þarna er notað efni sem fyrirfram var vitað að myndi fara fyrir brjóstið á kirkjunnar mönnum sem að sjálfsögðu bitu á agnið og urðu um leið, með biskup í fararbroddi, einn öflugasti hópurinn í að auglýsa upp síma af þriðju kynslóðinni. Svo má ekki gleyma okkur bloggurum sem höfum heldur betur tekið beituna líka. Þetta er náttúlega tær snilld.

 

Jón Gnarr og hans menn eiga heiður skilið fyrir þessa fallegu framsetningu af síðustu kvöldmáltíðinni. Mér finnst þeir nálgast viðfangsefnið af virðingu og sé ekki neitt neikvætt við þetta.

En talandi um markaðssetningu má velta fyrir sér hvað sé besta markaðssetning sögunnar. Það er kannski hlálegt í þessari umræðu en sú skoðun hefur oft verið sett fram að kristin trú og sá búningur sem hún var færð í sé dæmi um einstaklega vel heppnaða og úthugsaða markaðssetningu -  þá stærstu og flottustu í mannkynssögunni.

Var kryddið sem áróðursmeistarar fornaldar notuðu þá ekki bara háð að heilagleikanum, eins og biskup vill meina að þessi auglýsing sé? Nei, auðvitað er aðeins á ferðinni mismunandi túlkun í takt við tíðaranda hvers tíma og ekki má horfa fram hjá því að sá ágæti maður, Jón Gnarr, telst vera mjög trúaður maður (þó sumir eigi erfitt með að trúa því og telji að honum sé ekki alvara með það).

En svona er trúin nú margslungið fyrirbæri :-) 

 S3g_kmalt


mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Holdöpp a steikenöpp!

Skemmtilegt hvað nostalgian skýtur upp kollinum víða í bloggheimum. Fólk er að hittast á þessum vettvangi mun oftar en ella og jafnvel að skiptast á skilaboðum eftir margra ára samskiptaleysi. Systur mínar eru farnar að ,,klukka" fólk á blogginu (er ekki alveg búinn að fá botn í þann leik) og í kjölfarið að rifja upp leikina sem leiknir voru á Balanum á Stödda í gamla daga.

Einn gamall vinur og bekkjarbróðir úr barnaskóla, Svavar Hávarðsson, kom með skemmtilegt komment í gestabókina mína fyrir skömmu og fyrirsögnin „no kaggo no kaggo nei" kveikti á nostalgíukubbnum um stund og hljómaði allt í einu í bland við skothvelli og brennisteinslykt af pappaskotrúllum, frasinn: ,,Holdöpp a steikenöpp! Þessi frasi var mikið notaður í kúrekaleikjum okkar félaganna og sagður með tilþrifum og hreim gömlu hetjanna í kúrekamyndunum eins og Jóns væna og fleiri góðra kappa. En aldrei pældum við í hvað þetta þýddi.

Fyrir nokkrum árum sá ég í atriði úr einni af þessum sígildu myndum þar sem aðalsöguhetjan dró Coltinn úr slíðrinu og öskraði: „Stick' em up!“ og lét svo fylgja; „... an hold'em up!“ Og þvílík opinberun! Eftir að hafa fetað brautina í enskukennslu hins íslenska menntkerfis, varð mér allt í einu ljós, háskólamenntuðum manninum, merking og uppruni hins ógnandi frasa úr byssuleikjum barnæskunnar: „Holdöpp a steikenöpp!“

 Lengi lærir sem lifir Happy


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband