Tímar breytinga

Sælir góðir gestir (ef einhverjir nenna ennþá að fara inn á þetta stopula blogg).

Engjadalur
Síðasti mánuður hefur verið nokkuð erilsamur í einkalífi sem og starfi. Við Hafdís fluttum í nýja íbúð að Engjadal 4  í Reykjanesbæ (n.t.t. í Innri-Njarðvík) fyrir ca. mánuði, brunumðum svo austur í fjörðinn fagra kenndan við Stöð um þarsíðustu helgi og fengum Agnesi mína í heimsókn um þá síðustu en hún dvaldi hjá okkur frá miðvikudegi fram á laugardagskvöld.
Við hjónin höfum bæði verið á milli vita með atvinnu en þau mál eru nú að skýrast, ég byrjaður á nýjum stað hjá tölvufyrirtæki sem heitir DaCoda en Hafdís fer á samning um mánaðarmót hjá snyrtistofunni Dekrinu í Keflavík. Svo hefur verið nóg að gera hjá mínum í að skemmta þeim félögum skrattanum og guði, þ.e. að spila fyrir fyrir drukkið og dansandi fólk annars vegar og syngja í kirkjukórnum hins vegar. Að auki er maðurinn alltaf að fikra sig á nýjar lendur í gítarkennslu og er markið sett hátt á þeim grundvelli í náinni framtíð.
Ég ætlaði nú aldrei að vera með svona dagbókarblogg en þegar maður er ekki að sinna þessu nema rétt einu sinni í mánuði er kjörið að sýna gestum (ef einhverjir eru) að maður er ekki alveg liðinn undir lok (og ástæða fyrir færsluleysi í bloggheimum).
Hef þetta ekki lengra í bili. Blessi ykkur allt sem gott er!
Sóli

 


Bloggfærslur 14. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband