7.12.2007 | 15:56
Hver á að veita fræðsluna?
Ég er sammála því sem þarna kemur fram að það þurfi að fræða ungdóminn betur um fjármál og að það megi alveg auka þann þátt í skólakerfinu og þá á öllum skólastigum.
Hins vegar finnst mér alveg dæmalaust hvað heimilin eru alltof oft fríuð af allri ábyrgð þegar svona umræða fer fram, eins og þessi umfjöllun ber með sér. Hvar eru fyrirmyndirnar þegar kemur að fjármálum? Eru það ekki foreldrarnir? Er vankunnátta ungu kynslóðarinnar í landinu þá kannski að endurspegla vaxandi vangetu foreldra í fjármálum heimilisins. Ég vona ekki en held að vangeta foreldranna liggi einna helst í því að uppfræða börn sín um þessi mál (og sennilega bara hugsunarleysi sem þarf að vekja fólk upp af).
Legg því til að fókusinn verði ekki síður settur á þátt foreldra í fjármálafræðslu barnanna en skólanna, ef farið verður í átak á þessum vettvangi.
![]() |
Bera við algerri vanþekkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)