Hvað eru prestar að pæla?

Alveg er ég að fá mig fullsaddan af helgislepjunni í blessuðum prestum landsins. Í einhverri skrípaleiks-atkvæðagreiðslu á einhverri prestastefnu ákveða þeir að samkynhneigðir megi ekki bindast bandi ástar og virðingar fyrir augliti guðs. Ekki það að þetta komi manni neitt á óvart miðað við stefnu biskups og kirkjunnar í málum samkynhneigðra. En þó að kirkjan hafi kennt mér siðaboðskap Krists (hversu hlálegt sem það hljómar í þessari umræðu) og ég reyni að fylgja honum mér og öðrum til heilla, eru takmörk fyrir hvað æðruleysið hjá manni endist gagnvart þessum herrum sem hreykja sér svo hátt. Þolinmæði mín er sem sagt á þrotum.

Hvað hefur þessi hópur embættismanna ríkisins sem á fyrst og fremst að gegna þjónustuhlutverki við almenning,  með þessi mál að gera. Ef þeir geta fellt svona úrskurð á sinni prestastefnu geta þá skólastjórar ákveðið á landsþingi skólastjóra að örvhentir fái ekki fullgild réttindi við lok grunn-, framhalds- eða háskóla? Þá fengju þessir öfuguggar (þ.e. þeir sem skrifa með öfugum ugga) klapp á kollinn við útskrift en í því fælist að þeir hefðu ekki sömu réttindi á við þá rétthentu þegar þeir sæktu um starf sem þeir hefðu mennun til. 

Mér sýnist kirkjan ekki eiga neitt annað skilið í þessum efnum en að þessi löggjörningur, þ.e. hjónavígslan, verði tekinn af þeim og látinn í hendur ábyrgari aðila, sem vinna út frá grunnmannréttindum fólks.

Best að enda þessa gremjulosun með vísu sem ég hnoðaði saman áðan af gefnu tilefni:

 

Hvað eru prestar að pæla?

með perrisma' og biblíustæla, 

og kaleik sem kannski er leigður,

ef Kristur var samkynhneigður.

 

 Með guðsblessun...


Bíddu.... hvaða ár er í Noregi?

Ja hérna. Ekki hefði ég trúað að hinn siðmenntaði stóri bróðir okkar í austri væri svona aftarlega á merinni í siðferðisþroska. Nú held ég að noskir feður og mæður þurfi að taka sig á í uppeldinu - nema að þeir hugsi eins og frændur þeirra á Íslandi og kenni skólakerfinu um.
mbl.is Konunum sjálfum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband