Hvað þarf til?

Er þetta ekki týpískt fyrir aga- og virðingaleysið í þessu blessaða þjóðfélagi okkar. Það er eins og menn séu að missa það gjörsamlega í þessari dauðadýrkun (dýrkun á dauðum hlutum og daðri við dauðann). Hversu langt á þessi dans í kringum gullkálfinn að ganga? Auglýsi hér með eftir einum ,,umferðar-Móse" til að öskra á lýðinn og koma vitinu fyrir hann. 

Það er enginn nýr sannleikur að hraðakstur sem þessi er stundaður af lítt þroskuðum einstaklingum sem gera sér enga grein fyrir hverjar afleiðingar hegðunar þeirra gætu orðið - og liggur manni við að segja skítt með þá sjálfa - en þó þeir séu svo ,,heppnir" að kála aðeins sjálfum sér við þessa iðju þá gera þeir sér heldur ekki grein hvaða áhrif það hefði í fjölskyldu þeirra og vinahópi.

En hvað þarf til að stoppa þessa menn (ef þeir fljúga ekki sjálfir út í hraunið)? Ef maður gengi um götur með byssu dritandi út í loftið (sem hann hefði fullt leyfi fyrir, þ.e. byssunni) væri þá bara byssan tekin af honum með smá áminningu auk nokkurra þúsundkalla í sekt?

Þetta eru náttúruleg hegningarlagabrot og ekkert annað og á að meðhöndla sem slík, enda sífellt meiri vilji til þess hjá yfirvaldinu - og vonandi fá þeir betri vopn í hendurnar við baráttuna gegn þessu liði en þeir hafa haft hingað til.


mbl.is Myndir af mótorhjóli á ofsahraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Sóli minn! Gaman að sjá að þú ert kominn í bloggheima.  Þetta er þriðja tilraun til að reyna að skrifa athugasemd hjá þér. Var búin að skrifa heilmikla ritgerð í gær sem sendist ekki. 

Sólrún (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband