10.5.2007 | 10:15
Er ,,beinatískan
Ímyndarsköpun hefur mikið verið í umræðunni undanfarin misseri og þá einkum í tengslum við opnari umræðu um geðsjúkdóminn Anorexíu. Heilbrigði hefur allt of lengi verið einskorðað við algjöran niðurskurð á fitu, þar sem búnir hafa verið til einhverjir staðlar sem nánast óhugsandi er fyrir venjulegt fólk að falla inn í - svipað og þegar stjúpsystur Þyrnirósar voru að reyna að komast í skóinn hennar.
Auglýsing af stúlku sem horfir raunamædd á sjálfa sig í speglinum er eitt það magnaðasta tæki í þessari baráttu sem ég hef séð lengi og er það von mín að barátta þessara samtaka verði æ fleirum sem hættu eiga á að lenda í klóm átröskunar, til lífs og gæfu.
En það sem ég ætlaði að leggja inn hér í þessu samhengi, er innslag um þáttinn ,,America's next top model", sem ég sá í imbanum í gærkvöld. Þar var verið að fremja lokagrisjun í þáttinn, þ.e. þær líklegustu af öllum þeim fjölda sem sótti um. Og viti menn - í lokahópinn komust tvær stúlkur sem eru vel fyrir utan þá staðla sem gilt hafa í þessum heimi ímyndarsköpunar fram að þessu; háar vel vaxnar stúlkur, sem samvara sér vel. En sem dæmi um hvernig búið er að festa þessa mjónu-ímynd í sessi, þá skilgreindu þær sig sem stúlkur í yfirstærð, ,,supersized eða oversized" (man ekki hvaða orð þær notuðu).
Sumum finnst þetta kannski ekki merkilegt, gefa lítið fyrir fegurðarsamkeppnir sem þessar og get ég í sjálfu sér tekið undir það. Hitt er annað mál að þessi iðnaður hefur áhrif á milljónir stúlkna á viðkvæmum aldri, um heim allan og að ekki sé talað um hugmyndir drengja um hvernig konum þeir ,,eigi" að laðast að. Því er það mikið gleðiefni ef þarna væri á ferðinni raunveruleg viðhorfsbreyting í átt frá beinatískunni. Ég vona svo sannarlega að svo sé.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 5.6.2007 kl. 14:50 | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála kæri bróðir!! Eigðu góðan dag
Solla sys (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 09:11
Mikið svakalega er ég sammála þér, ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að vel vaxnar konur (svona eins og ég) eigi eftir að njóta sín í komandi framtíð, kannski er komið að því!!!!!
Bestu kveðjur frá Stöddanum, Bogga Jóna.
Bogga Jóna (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 12:19
Hæhæ elsku pabbi minn:)
Ég hef ekkert verið sú duglegasta við það að fylgjast með blogginu þínu en svona er þetta bara.
Ég er SVO sammála þér í þessu. Mér finnst þetta hræðilegt! Bara það að vita til þess að grannar og fallegar stelpur segi "Guð ég þarf að fara í megrun". Stelpur sem mega mín vegna alveg við því að bæta á sig nokkrum kílóum. En það sem mér finnst nokkuð gott við þetta að eins og með þessa auglýsingu frá "FORMA" að hún hefur ekkert minni áhrif á strákana heldur en stelpurnar. Strákarnir sjá bara hvað þetta er hræðilegt.
Skjáumst! Hildur:)
Hildur :) (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 14:43
Sæll, bara að kvitta fyrir mig. Tek undir orð Boggu Jónu.
Staðst til að sitja þig til hliðar hjá mér, vona að þú sért ekki ósáttur við það.
Bestu kveðjur frá Stöðvarfirði
Þóra Björk (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 19:06
Hún kemur á móti mér beinótt og ber
og blíðlega fangar mitt hjarta.
Ert´ekki soltið skotinn í mér,
sérð´ekki vöxtinn minn bjarta.
Sigurjón Friðriksson (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 22:36
Þakka fyrir kvittið og undirtektirnar stelpur og Sigurjón bróðir skáldaskelfir lætur ekki að sér hæða
Sólmundur Friðriksson, 21.5.2007 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.