Sáðmennirnir og fræin

Það er svolítið mikið klént að talsmaður apans í hvíta húsinu tali um að dregið hafi úr trúverðugleika Carters. Ég held að það sé óhætt að segja að ef einhver fyrrverandi forseti Bandaríkjanna njóti trúnaðar og trausts sé það einmitt þessi aldni heiðursmaður.  Ég held að fæstir neiti því að Bússarinn hafi úr ansi litlu að spila í þeim efnum.

Ef við lítum til þeirra tveggja sem sáðmanna þá er óhætt að segja að innihald fræpokanna þeirra hafi verið harla ólíkt og uppskeran akranan þeirra eftir því. Þegar litið verður til verka forseta Bandaríkjanna í framtíðinni á seinni hluta 20. aldar og fyrri hluta þeirrar 21., verða þessir tveir mjög líklega teknir sem dæmi - Carter sem boðberi friðar og húmanisma en Bush sem boðberi stríðs og hörmunga.

 


mbl.is Hvíta Húsið: Carter skiptir ekki lengur máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Heyr heyr kæri bróðir. Eins og talað úr mínu hjarta. Skyldum við vera eitthvað andlega skyld  hehe kveðja Sóla sys.

Solveig Friðriksdóttir, 21.5.2007 kl. 12:08

2 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Ja, það skyldi þó ekki vera

Sólmundur Friðriksson, 21.5.2007 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband