Brautryðjandinn Guðjón Þórðarson

Þvilíkur maður hann Guðjón! Svona menn gleymast seint í sögunni og uppskera að sjálfsögðu eins og sáð er til. Hann er einn af þessum eldheitu brautryðjendum í bransanum og hefur nú bætt enn einni skrautfjöðurinni í hattinn sinn, og leitt knattspyrnuna inn á óvæntar brautir með nýrri óskráðri siðareglu: ,,Foul play". Þetta tekur náttúrulega af öll tvímæli um að þarna er einstæður maður á ferð. Og skilaboðin sem hann gefur í hinum nýja boðskap: Sigur hvað sem það kostar án tillits til eigin æru, sonar eða félags.

Svo dirfist fólk til að halda því fram að fótboltinn sé brútal.


mbl.is Bjarni þurfti lögreglufylgd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thetta var ovart, thad sau allir.  Bjarni badst afsokunnar strax eftir markid.  En ja, skitlegt.

En hvad finnst ther um vidbrogd Keflavikinga ad hlaupa a eftir manninum og aetla ad berja hann fyrir thetta!?  Sja engir Keflvikingar rangt vid thad ad lausnin a ollu er ofbeldi?   Eru thid ekki bunir ad horfa uppa Ingva Rafn meiddan i tvo ar eftir brot,  en reynid svo thad sama.. 

  Aettud ad lita i eigin barm.

Einar (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 09:53

2 identicon

nákvæmlega Einar, hversu heimskt getur fólk verið að horfa framhjá öllu sem gerðist þarna og reyna að hengja þetta á Guðjón!!! Er ekki allt í lagi með hausinn á liði, en annars er fólkið í Steravík samt við sig, það á að leysa allt með ofbeldi og svo toppa þetta svona pappakassar frá keflavík með skrifum eins og þessum að Guðjón sé sökin á meðan Bjarni þarf lögreglufyld heim, það þykir greinilega ekki merkilegt hjá fólki búsettu í Steravík, hahahha. En ég vona að ksí taki hart á þessari tæklingu þarna hjá Keflvíkingnum, hann má fá hvíld frá knattspyrnu út þessa leiktíð.

sjonni (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 10:10

3 identicon

Það er með ólýkindum að einhver trúi að þetta hafi verið "óvart" eða mistök hjá Bjarna,  það má þá aldeilis vera atvinnumaður,  sjaldan fellur eplið langt frá eikini,  bjarni einfaldlega sá að Ómar var of framalega í teignum og skaut á markið og setti síðan um aulasvip til að allir vorkendu honum,  óheiðaleiki er aðalsmerki þeirra feðranna.

Sveinn Ævarsson (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 10:23

4 Smámynd: Björgvin

Afhverju ertu að reyna að skíta Gaua Þ. út vegna þessa marks. .  Hann hafði nú ekkert með þetta að gera. Og ekki stjórnaði hann heldur ofbeldi Keflvíkingana eftir markið. .

Björgvin, 5.7.2007 kl. 10:26

5 Smámynd: H

Þetta var ótrúlega slysalegt mark , óvart eða ekki veit enginn nema Bjarni sjálfur. Mistök verða ansi oft í fótboltaleikjum sem erfitt er að útskýra samanber þegar lansliðið okkar færði svíum boltann og mark varð úr sællar minninga. En það sem eftir fór er alveg gjörsamlega fáránlegur farsi leikmönnum keflavíkur til háborinnar skammar og þessi leikmaður Keflavíkur sem vísvitandi ætlaði að slasa Bjarna og glotti svo þegar hann var rekinn útaf ætti að vera settur í leikbann út sumarið ! Þessi kaldrifjaði keflvíkingur var kannski settur inná 3 mínotum áður til að gera eingöngu þetta , Kristján þjálfari veit það einn . Það að Bjarni er ekki slasaður í dag er að þakka reynslu hans og hvernig hann hoppar og gefur eftir með fætinum sem sést ef horft er aftur á þetta dapurlega atvik. Slysalegt mark hjá Bjarna en gjörsamlega fáránleg hegðun keflavíkurliðsins og þjálfarinn ekki skárri í viðtölum eftir leik. Skagamenn gáfu eftir í vörninni eftir þetta og keflavík fékk ódýrt mark sem líklega hefði aldrei gerst því keflavík átti engin svör við varnarmúr Ía !

Húðskammist ykkar liðsmenn Keflavíkur og ég treysti því að Ksí taki hart á brotum og framkomu Keflavíkurmanna !

H, 5.7.2007 kl. 14:52

6 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Þakka ykkur fyrir innleggin kæru kynbræður og líka ykkur sem atið ykkur eigin saur. Svolítið fyndið hvernig menn geta álasað öðrum fyrir barnaskap og sandkassahátt og brutt sandinn svo í gríð og erg í leiðinni. Stundum er betra að þegja ef maður getur ekki komið orðunum á sómasamlegan hátt frá sér.

 Ég skrifaði þessa athugasemd þegar ég hafði fregnað af þessu broti og ég er enn sömu skoðunar hvað þátt Guðjóns varðar. Hins vegar er ég ekki stoltur af þeirri hegðun sem liðsmenn og áhangendur Keflavíkur sýndu í kjölfarið. En þetta sýnir berlega þegar öllu er á botninn hvolft að knattspyrnan er ein leið okkar mannanna sem dýrategundar að fá útrás fyrir frumstæðar hvatir, þ.e. að eltast við veiðidýr og svo hangir þar utaná annað frumstætt hegðunarmynstur eins og sést á viðbrögðum áhangenda Keflavíkur og orðalags sumra sem skrifa hér fyrir ofan.

Munum bara að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir og það þýðir: Fair play! 

Sólmundur Friðriksson, 7.7.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband