Fóstureyðingar - morð eða miskunnarverk?

Í kjölfar umræðunnar um fóstureyðingar um daginn vil ég benda á þráð þar sem tekist er á um þetta efni. Þar koma fram öfgasjónarmið úr áttum trúleysingja og trúmanna, auk annarra kommenta. Ég held að það sé mjög hollt að stilla sér upp við vegg og skoða þetta fordómalaust. Hvet ykkur til að gefa ykkur tíma og kíkja á þetta:

http://ragnareyra.blog.is/blog/ragnareyra/entry/255217/

Ég vil ekki vera að setjast í dómarasæti gagnvart þeim sem hafa tekið þessa afdrifaríku ákvörðun en þegar maður hefur staðið í því að vera að reyna eftir tæknilegum leiðum að kveikja líf er ennþá erfiðara að finna réttlætingu á þessum verknaði. Hins vegar hef ég lengi verið andstæðingur fóstureyðinga í hjarta mínu og hefur það ekkert með trúmál að gera heldur eigið hyggjuvit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll. Ég er hjartanlega sammála þér. Svona umræðu borgar sig ekki að taka á trúarlegum eð atilfinninganótum. Ræðum heldur um hana út frá mannréttindum.

Konur tönnlast sífellt á því að þær eigi líkama sinn og það séu því mannréttindi þeirra að ráða því hvað þær geri við líkama sinn og þar með hvort þær deyði barnið sem þær bera undir belti og er að þroskast. Þarna er ekkert hugsað út í að barnið er einstaklingur sem er í þroska, rétt eins og við erum öll út allt lífið. Sá einstaklingur hlýtur að hafa einhvern rétt. Samkvæmt lögum á hvert barn skýlausan rétt á að þekkja og umgangast bæði föður sinn og móður. Það hlýtur að gefa manni með gagnályktun að faðirinn hafi einhvern rétt einnig til að ákveða hvort barn hans í móðurkviði uli fá að lifa eða deyja. Í þessu sambandi er þó mikilvægast að réttur barnsins í móðurkviði hlýtur þó að vega þyngst á lóðarskálunum. Sá réttur hlýtur í raun að ryðja burt hvaða réttindum foreldra sem er úr vegi. Hvar eru réttargæslumenn hinna ófæddu barn ? Sé brotið á barni og slíkt mál kemur til rannsóknar, er því umsvifalaust settur réttargæslumaður sem gætir réttar barnsins óháð réttindum annarra í málinu.

Tekið hefur verið dæmi af  því að hæstiréttur hefur heimild til að dæma verstu illvirkja til hámarks 16 ára fangelsisvistar fyrir brot sitt, hversu viðurstyggilegt sem það kann að vera. Þó svo að Hæstiréttur skipaður 7 dómurum þætti rétt vegna viðurstyggðar brotsins, hæfilegt að dæma viðkomandi brotamann til dauða þá hvorki getur Hæstiréttur né má það vegna lagabókstafsins.

Þetta getur hvaða 14-16-45 ára stúlka/kona gert við barn það sem hún ber undir belti, án mikilla vandkvæða. Barnið hefur það eitt unnið sér til saka að hafa orðið til og móðirin telur síðan ekki henta lífi sínu að eignast barnið.

Nú segja margir að oft hafi konan ekki aðstæður til þess að eignast barnið. Því er til að svara að sem betur fer eru úrræði verðandi mæðra betri gagnvart opinberum stofnunum nú sem og að einstaklingar og samtök aðstoða einnig. Veit ég um að bæði er aðstoðað fjárhagslegas sem og útveguð íbúð ef því er að skipta. Þá er einnig hægt, sjái móðirin sér ekki fært eftir fæðinguna, að útvega foreldra til að ættleiða.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.7.2007 kl. 13:01

2 identicon

Vá þetta er mál sem gjarnan mætti ræða víða.  Sjálf hef ég stóra reynslusögu að baki sem ég upplýsi ekki hér og var í gegnum þá reynslu bitur, sár og dómhörð í garð þeirra tilvonandi mæðra já og feðra ( sá sem á undan tjáði sig minntist lítið á þá eða ekkert. Í dag er ég ekki dómhörð vegna þessa því aðstæður eru margar og margvíslegar.  Trúmál eiga að mínu mati bara ekkert að koma að málum sem þessum, það er mín skoðun. Á dögunum kom til mín kona í vinnunni sem tjáði mér að fóstureyðing væri innan seilingar hjá sér og hennar maka.  Viðbrögð mín: Ykkar mál og örugglega ástæða til !! Ég hugsaði á leið heim: Fjóla mín!! Hvað er að gerast hjá þér? Sátt ? Já...það var þá nú er nú.  Ég vil meina að viðbrögð okkar í þessum málum sem öðrum séu í takt við úrvinnslu mála...en trúarbrögð....nei !!

Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 22:08

3 identicon

Mér finnst það vera hvers og eins að ákveða. Sjálf myndi ég aldrei fara í fóstureyðingu, ég gæti ekki lifað með mér. En ég myndi ekki skipti mér af ef einhver sem ég þekki myndi gera það. Hins vegar finnst mér mjög sorglegar stelpur sem stunda one night stand hverja helgi, og fara í fóstureyðingu þriðju hverja helgi! Mér finnst það frekar heimskulegt og ábyrgðarlaust.

Alda Rut (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 22:12

4 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar. Sammála þér Predikari að það þarf að meta svona mál út frá öðru en trú og tilfinningum en ég vil bæta við þáttunum siðvitund og ábyrgð. Sinn er siður í landi hverju, segir einhversstaðar og margt sem tíðkast í öðrum löndum myndi teljast glæpur hér og öfugt. Ég tel það hins vegar ekki sæma siðuðu samfélagi manna að löglegt sé að deyða líf í móðurkviði; þetta er bara nútíma útgáfa á útburðum gamla tímans. „Móðir mín í kví, kví“ er saga sem hafði mikil áhrif á mig sem barn og mjög gott að vitna í hana í þessari umræðu. En eins og þú segir þá er öldin önnur og ýmis úrræði til staðar til aðstoðar stúlkum og konum sem standa andspænis þeirri erfiðu reynslu að bera óvelkomið barn undir belti.

Ég veit Fjóla að ýmis sár reynsla hefur áhrif á afstöðu til þessara mála og þín afstaða til þessara mála rokkar eðlilega á milli pólanna, en það er maður líka að upplifa hjá sjálfum sér og öðrum enda ekki skrýtið í samfélagi sem leggur blessun sína yfir þennan gjörning. Já, frænka kær, ég tek undir fordæmingu þína á kynsystrum þínum sem nota fóstureyðingar sem getnaðarvörn en gleymum ekki að það er samfélagið sem samþykkir þetta, sem að mínu áliti er fordæmanlegt. Hins vegar get ég ekki tekið undir að þessi verknaður sé eitthvað sem sé ,,hvers og eins að ákveða". Hvað erum við að samþykkja með slíkri skoðun? Hver er virðingin fyrir lífinu? Hver er siðvitundin?

Og þetta með ábyrgðina. Konur segja að þetta sé þeirra líkami og þær hafi ákvörðunarrétt. Hver er þá ábyrgðin hjá þeim? Og hver er staða karlmannsins í þessu öllu, eins og Fjóla bendir réttilega á? Það er mál sem vert er að velta fyrir sér. 

Sólmundur Friðriksson, 21.7.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband