19.7.2007 | 20:33
Þvílíkt framfaraspor ef satt er!
Brilljant uppfinning. Ekki veitir af að minnka mengun frá útblæstri. Þó svo að fleiri þættir hafi áhrif á magn koltvísýrings í andrúmslofti jarðar þá gæti þetta haft heilmikið að segja. Svo ég tali nú ekki um að minnka mengun í stórborgum heimsins. Vona bara að stórfyrirtæki ,,sem sýna uppfinningunni áhuga" nái ekki að kaupa hana til þess eins að stinga henni undir stólinn, eins og svo oft hefur gerst með gagnlegar uppfinningar.
Þrír félagar telja sig hafa leyst gróðurhúsavandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég trúi ekki á gróðurhúsarkenninguna, hef engar áhyggjur af vatnsgufum. Tel að hitnun jarðar sé eðlileg og að sólin sé þar í aðalhlutverki.
Hinsvegar ef þetta minnkar einnig magn eiturefna í loftinu þá er þetta ágætis uppfinning.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 21:16
Þetta hefur ekkert með trú að gera heldur kommon sens. Ég get vel verið sammála því að þáttur mannsins í hitnun jarðar sé stórlega ofmetinn en við höfum skyldum að gegna gagnvart umhverfi okkar og komandi kynslóðum og eigum því að umgangast jörðina af viti og virðingu. Allar uppfinningar mannsins sem lúta að minni mengun hljóta því að vera fagnaðarefni. Í sumum stórborgum heimsins er varla hægt að anda að sér sökum mengunar frá bílum. Það hlýtur að vera meira en ,,ágætis uppfinning" sem gæti stemmt stigu við slíku. A.m.k. vona ég að við séum að fara að upplifa tíma þar sem þróun í mengunarmálum verður snúið til betri vegar.
Sólmundur Friðriksson, 21.7.2007 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.