14.11.2007 | 12:36
Tímar breytinga
Sælir góðir gestir (ef einhverjir nenna ennþá að fara inn á þetta stopula blogg).
Síðasti mánuður hefur verið nokkuð erilsamur í einkalífi sem og starfi. Við Hafdís fluttum í nýja íbúð að Engjadal 4 í Reykjanesbæ (n.t.t. í Innri-Njarðvík) fyrir ca. mánuði, brunumðum svo austur í fjörðinn fagra kenndan við Stöð um þarsíðustu helgi og fengum Agnesi mína í heimsókn um þá síðustu en hún dvaldi hjá okkur frá miðvikudegi fram á laugardagskvöld.
Við hjónin höfum bæði verið á milli vita með atvinnu en þau mál eru nú að skýrast, ég byrjaður á nýjum stað hjá tölvufyrirtæki sem heitir DaCoda en Hafdís fer á samning um mánaðarmót hjá snyrtistofunni Dekrinu í Keflavík. Svo hefur verið nóg að gera hjá mínum í að skemmta þeim félögum skrattanum og guði, þ.e. að spila fyrir fyrir drukkið og dansandi fólk annars vegar og syngja í kirkjukórnum hins vegar. Að auki er maðurinn alltaf að fikra sig á nýjar lendur í gítarkennslu og er markið sett hátt á þeim grundvelli í náinni framtíð.
Ég ætlaði nú aldrei að vera með svona dagbókarblogg en þegar maður er ekki að sinna þessu nema rétt einu sinni í mánuði er kjörið að sýna gestum (ef einhverjir eru) að maður er ekki alveg liðinn undir lok (og ástæða fyrir færsluleysi í bloggheimum).
Hef þetta ekki lengra í bili. Blessi ykkur allt sem gott er!
Sóli
Athugasemdir
Já,gaman að þessu.Hafðu það sem best,sjáumst í byrjun Des.
Sjonni (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 13:38
Til hamingju með nýtt heimili og nýja vinnu. Gleður mig að heyra að þú syngir í kirkjukór. Prik fyrir það;-)
Sigríður Gunnarsdóttir, 14.11.2007 kl. 21:36
Vá gaman að lesa bloggið þitt. Gangi þér vel í nýju vinnunni.
Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 14:32
Kæri bróðir! Til lukku með hvort tveggja, nýtt heimili og nýja vinnu. Ég stefni að því að kíkja í kaffi við tækifæri. Ástarkv. til ykkar hjóna.
Sólrún (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 09:03
Til hamingju með nýja heimilið, ég fór að velta fyrir mér heimilisfanginu, og kannaðist bara ekki við neitt. Þar til ég las lengra, s.s. í nýja hverfinu.
En gangi þér vel og bestu kveðjur,
Þóra Bj (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.