Minning

cross

Hún Lóa er dáin eftir áralanga hetjulega baráttu við krabbamein. Guð blessi minningu þessarar hugdjörfu og hæfileikaríku stúlku, sem sýndi okkur svo ótrúlegt sálarþrek og bjartsýni fram til síðasta dags og sem við sem höfum heimsótt hana á blómarósarsíðuna hennar, fengum að eiga hlutdeild í. Það var mikil mildi að hún fékk að líta heimaslóðirnar sínar áður en hún kvaddi en hún var nýkominn til Reykjavíkur eftir helgarferð vestur í Dýrafjörðinn með fjölskyldu sinni.

Allar mínar bænir fel ég henni og Höllu, Sæma og Salvöru. Guð blessi ykkur öll og veiti ykkur styrk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Það er sorglegt hvað margt ungt fólk í blóma lífsins verður undir í baráttunni við þennan hræðilega sjúkdóm. En þvílíkt æðruleysi hjá fólkinu sem tekst á við þetta og tjáir sig um sínar innstu tilfinningar. Það fær hversdagsleg vandamál sem maður glímir við til að blikna í samanburðinum. Lestur þessara síða kennir okkur margt og þó aðallega það að vera ekki að væla yfir einhverju sem skiptir ekki nokkru máli. Gleymum aldrei að þakka Guði almáttugum fyrir daginn og lífið sem hann gefur okkur.

Blessuð sé minning Lóu.

Karl Jónsson, 5.6.2007 kl. 10:23

2 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Takk fyrir þetta Kalli minn. Þú segir allt sem segja þarf. 

Sólmundur Friðriksson, 5.6.2007 kl. 13:30

3 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Já hver gefur okkur leyfi til að kvarta og kveina. Ég las aðeins á síðunni hennar um daginn og hugsaði "þvílíkt æðruleysi", svipað og hjá Elínu frænku í vor sem var að hughreysta fólkið sitt fram á síðustu stund. Ótrúlegt !

Solveig Friðriksdóttir, 5.6.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband