Hvatning og fyrirmyndir

Datt inn í ansi magnaðan sjónvarpsþátt í fyrrakvöld held ég, á sjóngufunni, um uppeldismál. Þetta var skoskur þáttur þar sem verið var að fjalla um áhrif mismunandi uppeldisaðstæðna á persónuleika barna, fylgst var með nokkrum fjölskyldum og lögð próf fyrir börnin sem og verkefni sem foreldrar áttu að leysa úr.

Það kom svo sem ekkert nýtt fram í þessum þætti, en myndin var dregin mjög skýrt fram í dagsljósið, hversu mikill lykilþáttur utanumhald foreldra er í uppeldi barna þeirra, að þeir hvetji börnin sín til dáða og séu einnig góðar og traustar fyrirmyndir. Aldrei of lítið af slíku borið á borð á þessum tímum þar sem tilhneigingin er því miður allt of mikil að firra sig ábyrgð og skella skuldinni á stofnanir samfélagsins.

Sem dæmi um hve hvatningin getur fleytt manni áfram, þá var ég 11-12 ára þegar móðir mín fékk mér gítar í hendur og námsefni sem ég gat lært eftir heima. Ég greip þetta á lofti og sé ekki eftir því í dag, enda tónlist og hljóðfæraleikur órofa þáttur í lífi og starfi hjá mér. Þarna fékk ég hvatningu og hvað  fyrirmynd varðar þá hafði hún mamma líka oft spilað og sungið fyrir okkur Sollu þegar við vorum lítil.

Góð hvatning og fyrirmynd. Ég gæti ekki gert mér í hugarlund hvert ég hefði stefnt ef ég hefði ekki orðið þessarar gæfu aðnjótandi. Takk mamma!:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svo innilega sammála þessu sem þú segir gamli vin.  Góð áhrif og uppbyggileg á barns og unglingsárum hafa ábyggilega markað stefnumót í lífi margra.  En Elsa sagði mér einusinni frá góðri samræðu við barnasálfræðing sem hún hafði í stólnum hjá ser fyrir nokkru að barn þarf bara eina trausta góða manneskju í ífi sínu til að komast meir eða minna ósködduð frá hinum verstu hremmingum í sínu nánasta umhverfi.  Niðurstaðan er nokkuð augljós.  Hvetjum og byggum upp áhuga barnanna okkar og sýnum börnum annara hlýhug þó þau séu ekki "okkar".  Gyðingarnir eiga góðan málshátt sem hljómar einhvernveginn svona.  "Sá sem bjargar einu barni, bjargar veröldinni".  Á öðrum nótum en þó á þessu málefni.  Þegar unglingum hlekkist á og okkur finnst þau hafa farið illa að ráði sínu.  Ég tala nú ekki um þegar fólk snýr upp á sig og talar um unglingana í dag.  Höfum þá í huga að þau eru skilgeting afkvæmi samfélagsins sem VIÐ, börn gærdagsins, höfum skapað. 

U (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 17:13

2 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Þarna erum við 101% skoðanabræður kæri vin. Öll skilaboð í þessum dúr eru að mínu mati gulls í gildi og mjög þarft að sem flestir láti í sér heyra til að vekja þessa kynslóð svefngenglaforeldra nútímans.

Sólmundur Friðriksson, 29.11.2007 kl. 13:05

3 identicon

Hey hey. Já félagar mikið rétt. Hvatning, hrós og knús er það sem gildir.  Mér finnst ég frábær mamma !!!!!

Fjóla (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 00:01

4 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Já, Fjóla mín. Ég efast ekki um það. Þú ert náttúrulega BARA frábær

Sólmundur Friðriksson, 2.12.2007 kl. 11:56

5 identicon

Takk fyrir innlitið á síðuna mína. Vertu alltaf velkominn 

Mér finnst einmitt sérstök þörf á því að vanda sig við uppeldið í desembermánuði, þegar hraðinn er alltof mikill á öllu og öllum og menn týna sér í allri vitleysunni. Að halda sjó í desember, reyna að stýra áreitinu og eiga sem allra, allra flestar stundir í rólegheitum með börnunum er ómetanlegt fyrir alla fjölskyldumeðlimi.

Hafið það sem notalegast á aðventunni. 

Halla K (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 00:41

6 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Alveg er ég hjartanlega sammála ykkur öllum kæru vinir hér að ofan. Ég sá þennan þátt og kom mér ekkert á óvart en börnin mín sáu hluta af honum og voru dauðskelkuð yfir mömmunni sem skammaði son sinn all hrottalega í tíma og ótíma. Þau vissu ekki að svona væri til.

Þessi tími sem fer í hönd getur verið ástæða til að þjappa fjölskyldum saman því að baki jólaundirbúningnum liggur gleði og kærleikur, því miður eru margir ofurseldir því að verða að gera hitt og þetta og þurfa að eignast hitt og þetta og gleyma blessuðum börnunum eða ofurseldir því að kaupa sem stærstar gjafir til að bæta upp litla samveru.

Mér þótti nú erfitt að bíða eftir jólunum, en þá byrjaði undirbúningur og umtal jólanna ekki svona snemma, núna herja auglýsingar og allt heila klabbið á fólki ótrúlega lengi og þá þarf gott utanumhald þegar menn eru að fara á límingunum af spenningi en þó svo langt í jólin. Njótið aðventunna............ kveðja . 

Solveig Friðriksdóttir, 3.12.2007 kl. 16:40

7 Smámynd: Guffi Árna

Datt inn á bloggið þitt á ferð minni um veraldarvefinn og fannst mér það helber dónaskapur að segja ekki hæ,,svo hæ hæ. Sendi kveðjur á þig héðan frá Baunalandi þar sem ég er búsettur í blikinu augna.

Guffi Árna, 5.12.2007 kl. 19:45

8 identicon

Góður punktur Halla.  Þegar maður flutt hingað hélt maður að nojararnir væru eitthvað rólegeri en sirkusinn á Íslandi.  Það reyndist raunar algjör þvæla.  Verslunaratið og 7 sortir og allt þetta er algjör klikkun.  Og til að bæta gráu ofaná svart eru menn hér í sveit búnir að búa til eigið hugtak, julestria, um stressið í desember. Þarf ég nokkuð að þýða julestria!  Þannig að núna geta allir sagt afhverju menn eru stressaðir og fúlir og flauta í umferðinni og stela bílastæðinu sem maður er búin vað bíða eftir í korter.  Það er jule stria, nei nei.. ég er ekkert fúll það er bare JULESTRIA.  Þegar þarf að búa til heilt hugtak um stressvald er kanski tími til kominnn að athuga hvort ekki megi fækka sortunum.   Bjóða 10 í staðinn fyrir 20 í mat 3 daga í röð eða gefa pínku færri pakka.  Hér uppi á fjalli erum við Elsa sammála um eitt. Við segjum upp áskriftinni að julestria, ef við erum staðin að því að hafa ryk i hillunni eða flekk á gólfinu er það bara ok, við notum heldur tímann til að skrifa aðeins lengra jólabréf til allra sem virkilega skipta máli, spilum eina umferð meir af trivial pursuit junior (hver veit nöfnin á barbapöpunum á norsku.. hjálp).  Og svo bökum við max 3 sortir.  Svo notum við tímann til að sinna litlu fjölskyldunni okkar hérna í útlandinu.. það er þráttfyrir allt það sem jólin snúast um.  Hátíð fjölskyldunnar, hlátur og gleði.. sofa lengi.. og leggja sig svo aftur.... Njótið aðventunnar kæru vinir, í friði og ró.

U (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 21:28

9 identicon

Hæ, mikið er ég sammála ykkur.

Hér bakaði ég þrjár sortir og þær eru að verða búnar, dásamlegt.  Svo kvíðir maður því þegar þessir unglingar vaxa úr grasi, náttlega löngu búnir að því centimetra séð.

Ég sá einhversstaðar á Halla ritaði, "að fara með börnin og kíkja í búðarglugga".(ég hló þegar ég lasa þetta)   Því miður er búðin sem hún talaði um hætt, þannig að ekki er hægt að sjá aftan á afgreiðslukonuna (Jónu á Borg) við það að skanna vörur kúnnans.  En það er hægt að kíkja á gluggana á Brekkunni og náttlega setjast inn og fá sér kaffibolla.

Njótið aðventunar með mjólkurglas og smákökum og miklum hlátri.

Þóra Björk (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband